flugfréttir

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:35

Formenn félaga atvinnuflugmanna og starfsmannafélaga í Bandaríkjunum fagna niðurstöðunni og segja hana sigur er kemur að flugöryggi

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmanna til að hefja störf hjá flugfélaginu, yrði lækkuð.

FAA segir að stofnunin sé ekki sammála flugfélaginu sem telur að 750 heildarflugtímar sé nægilega mikil reynsla en Republic Airways freistaði þess að fá undanþágu til þess að eiga auðveldara með að ráða nýja flugmenn.

Bæði Republic Airways og SkyWest Airlines höfðu lagt fram áætlanir um að leyfa flugmönnum, með minni flugreynslu en 1.500 tíma, til þess að sækja um störf flugmanna sem flugfélagið telur að myndi eyða flöskuhálsinum sem veldur skorti á flugmönnum í dag í Bandaríkjunum.

Formenn félaga atvinnuflugmanna og starfsmannafélaga í Bandaríkjunum fagna niðurstöðunni og segja hana sigur er kemur að flugöryggi á meðan framkvæmdarstjóri Republic Airways hefur lýst yfir vonbrigðum sínum og telur að breytingin hefði frekar aukið flugöryggi ef eitthvað er.

Rupublic Airways fór fram á að nýútskrifaðir flugmenn gætu sótt um störf flugmanna hjá félaginu með sambærilega reynslu og herflugmenn og fyrrum herflugmenn en FAA segir að minni reynsla stuðlar ekki að sama flugöryggi og krafan um 1.500 flugtíma gerir.

Bryan Bedford, framkvæmdarstjóri Republic Airways, segist vera vonsvikinn en alls ekki hissa á niðurstöðunni og tekur fram að beiðni þeirra hafi ekki verið skoðuð eins gaumgæfilega og vonast var til.

Krafan um lágmarksflugtíma upp á 1.500 tíma fyrir umsækjendur um atvinnuflugmannsstarf í Bandaríkjunum var gerð í kjölfar flugslyss sem átti sér stað í febrúar árið 2009 en farþegaþota frá flugfélaginu Colgan Air fórst í New York fylki.

Republic Airways flýgur tæplega 1.000 flugferðir á dag til yfir 100 borga í Bandaríkjunum og flýgur félagið m.a. fyrir American Eagle, Delta Connection og United Express.

  fréttir af handahófi

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Turkish með mesta sætaframboð í heimi í millilandaflugi

12. september 2022

|

Turkish Airlines er orðið stærsta flugfélag í heimi er kemur að sætaframboði í millilandaflugi en ekkert flugfélag í heiminum flýgur til eins margra landa og flugfélagið tyrkneska.

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00