flugfréttir
Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum
- Boeing birtir framtíðarspá fyrir Miðausturlönd til næstu 20 ára

Frá flugvellinum í Riyadh í Sádí-Arabíu
Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugina.
Boeing hefur birt nýja spá er varðar eftirspurn eftir flugsætum í Miðausturlöndum til ársins 2041
og sér flugvélaframleiðandinn fram á að flugfélög á þessu svæði þurfi að leggja inn pöntun
í 3.400 nýjar flugvélar til að mæta eftirspurninni.
„Miðausturlönd er mjög vinsælt svæði er kemur að tengiflugi meðal farþega
í millilandaflugi til Asíu auk þess sem vinsældir meðal áfangastaða á þessu svæði eiga
eftir að aukast bæði er kemur að viðskiptaferðum og skemmtiferðum“, segir
Randy Heisey hjá Boeing.
Heisey telur að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að minnsta kosti 2.980 nýjar
flugvélar að andvirði 765 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 108 þúsund milljörðum
króna og myndi 2/3 af þeim flugvélum tilheyra stækkun flugflota á meðan 1/3 af flugvélunum
væru að leysa eldri flugvélar af hólmi.
Flugfélög í Miðausturlöndum hafa nú þegar fjárfest í auknum umsvifum og stækkun á flota og hefur
Emirates til að mynda fjárfest fyrir 2 milljarða Bandaríkjadali í innréttingum á flugvélum til að bæta upplifun farþega á meðan Saudi Arabian Airlines hefur varið 30 milljörðum dölum
í stofnun nýs dótturflugfélags.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.