flugfréttir

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

- Ekki hægt að sinna eftirspurninni með engar A380 né júmbó-þotur

21. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:44

Tim Clark, forstjóri Emirates

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi ekki eftir að geta annað þeirri eftirspurn sem framundan er í fluginu á næstu árum og eigi það eftir að hækka flugfargjöld.

„Flugfélög munu ekki getað annað eftirspurninni í framtíðinni með þeim flugvélum sem þau hafa í flotanum í dag. Hvernig ætla það að fara að því? - Þau munu neyðast til að hækka verðið og það verður gríðarlega dýrt að fljúga eftir nokkur ár“, segir Tim Clark.

Clark tekur fram að hann sé að tala um kringum árið 2040 og telur að þá myndi risaþotan Airbus A380 koma sér vel en mörg flugfélög hafa hætt með hana eða gera ráð fyrir að risaþotan fari úr flota sínum á næstu árum.

Clark nefnir að Emirates sérhæfi sig í að fljúga miklum fjölda farþega á milli stærstu borgir heimsins og tekur hann sem dæmi að flugfélagið fljúgi 8 ferðir á dag á milli London og Dubai.

„Við vorum vön því að hafa þessar æðislegu flugvélar“, segir Clark og tekur fram að Airbus hafi hætt að framleiða Airbus A340 breiðþotuna árið 2012, hætt framleiðslu á risaþotunni A380 árið 2021 og svo er júmbó-þotan gott sem horfin af markaðnum í farþegaflugi.

Ekki eru mörg ár síðan að flugfélög voru bæði að fljúga Boeing 747 og Airbus A380 en slíkar breiðþotur fer nú fækkandi og munu þær hverfa í farþegaflugi með sama áframhaldi

Heimsfaraldurinn flýtti svo fyrir því að flugfélög tóku stórar farþegaþotur úr flota sínum og hafa mörg flugfélög brugðið á það ráð að panta fleiri meðalstórar flugvélar með einum gangi.

Airbus A350 og Boeing 777 séu ekki nógu stórar

Á meðan sumar stofnanir innan flugsins gera enn ráð fyrir því að flugheimurinn muni ekki ná sömu hæðum og var árið 2019 fyrir heimsfaraldurinn fyrr en árið 2026 þá spáir Clark því að það eigi eftir að gerast mun fyrr og að farþegaflug eigi eftir að aukast um allt að 6% á hverju ári núna á næstu árum.

„Ef það gerist þá mun flugiðnaðurinn þurfa á muni stærri flugvélum á að halda heldur en Airbus A350 og Boeing 777“, segir Clark og tekur sem dæmi að plássleysi á flugvöllum mun auka það vandamál enn frekar.

Clark telur að það hafi verið mistök hjá Airbus að hætta framleiðslu risaþotunnar og hefur ítrekað við flugvélaframleiðandann evrópska að koma með endurbættari útgáfu af Airbus A380 á markaðinn.

Clark segir að ef flugiðnaðurinn bregðist ekki við þessu þá sé stórt vandamál framundan - „Allur ávinningurinn sem kom á sínum tíma er júmbó-þotan kom á markaðinn með því að fljúga miklum fjölda farþega á milli heimshorna verður fyrir bí með þessari þróun“, bætir Clark við.

  fréttir af handahófi

Næsti hópur atvinnuflugnema fer af stað í janúar

3. nóvember 2022

|

Næsti hópur nemenda í samtvinnuðu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands fer af stað í janúar 2023 og er hægt að sækja um námið þar til 29. nóvember næstkomandi.

Skortur á stjórnklefagluggum fyrir nýjar Boeing 787 þotur

31. október 2022

|

Skortur er af ýmsu tagi af íhlutum fyrir nýjar farþegaþotur en framkvæmdarstjóri Lufthansa bendir á að töf hefur orðið á afhendingum á nýjum Dreamliner-þotum til flugfélagsins þýska þar sem skortur e

Finnair stefnir á að segja upp 200 starfsmönnum

29. september 2022

|

Finnair gerir ráð fyrir að segja upp um 200 starfsmönnum eftir að ný rekstaráætlun tekur gildi sem tekur mið af takmörkuðu aðgengi að leiðarkerfi félagsins til áfangastaða í Asíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00