flugfréttir
A220-500 kemur til greina
- Telur að lengri A220 þota gæti verið mjög sterkur leikur

Airbus A220 þotan
Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, telur að hægt sé að gera Airbus A220 þotuna enn öflugri og samkeppnishæfari með því að koma með á markaðinn lengri útgáfu af þotunni sem myndi nefnast A220-500.
Þetta kom fram í ræðu sem Faury hélt er hann ávarpaði fjárfesta og greindi hann
frá því að nú þegar hafa átt sér stað vangaveltur innan veggja Airbus varðandi
möguleika á A220-500 en Airbus A220 þotan er í dag framleidd í tveimur stærðum
sem eru A220-100 og A220-300.
„Ég tel að það sem þotan þurfi á að halda sé þriðji fjölskyldumeðlimurinn sem væri -500
útgáfan og þá værum við komnir með mjög öfluga vöru“, segir Faury, sem tekur
fram að nokkur flugfélög séu sammála þessari hugmynd.
„A220-300 er mjög góð flugvél. Mögulega yrði -500 vélin enn öflugri“. segir Faury en nefnir
að enn sé töluverð vinna eftir er kemur að A220 þotunni áður en farið verður út í að
huga að stærri útgáfu.
Airbus hefur enn ekki náð fram hagnaði er varðar A220 þotuna sem Airbus tók
yfir á sínum tíma en upphaflega var þotan framleidd sem CSeries of Bombardier í Kanada.
Faury segir að Airbus sé að vinna að því að draga úr framleiðslukostnaði á hverja þotu
á sama tíma og til stendur að auka framleiðsluafköstin úr sex þotum á mánuði upp í 14 þotur um miðjan þennan áratug.



24. nóvember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

27. desember 2022
|
Boeing hefur hægt á framleiðslunni á þeim Dreamliner-þotum sem smíðaðar eru í verksmiðjunni í North Charleston í Suður-Karólínu.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.