flugfréttir

A220-500 kemur til greina

- Telur að lengri A220 þota gæti verið mjög sterkur leikur

23. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:57

Airbus A220 þotan

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, telur að hægt sé að gera Airbus A220 þotuna enn öflugri og samkeppnishæfari með því að koma með á markaðinn lengri útgáfu af þotunni sem myndi nefnast A220-500.

Þetta kom fram í ræðu sem Faury hélt er hann ávarpaði fjárfesta og greindi hann frá því að nú þegar hafa átt sér stað vangaveltur innan veggja Airbus varðandi möguleika á A220-500 en Airbus A220 þotan er í dag framleidd í tveimur stærðum sem eru A220-100 og A220-300.

„Ég tel að það sem þotan þurfi á að halda sé þriðji fjölskyldumeðlimurinn sem væri -500 útgáfan og þá værum við komnir með mjög öfluga vöru“, segir Faury, sem tekur fram að nokkur flugfélög séu sammála þessari hugmynd.

„A220-300 er mjög góð flugvél. Mögulega yrði -500 vélin enn öflugri“. segir Faury en nefnir að enn sé töluverð vinna eftir er kemur að A220 þotunni áður en farið verður út í að huga að stærri útgáfu.

Airbus hefur enn ekki náð fram hagnaði er varðar A220 þotuna sem Airbus tók yfir á sínum tíma en upphaflega var þotan framleidd sem CSeries of Bombardier í Kanada.

Faury segir að Airbus sé að vinna að því að draga úr framleiðslukostnaði á hverja þotu á sama tíma og til stendur að auka framleiðsluafköstin úr sex þotum á mánuði upp í 14 þotur um miðjan þennan áratug.  fréttir af handahófi

Var í 6 fetum frá jörðu vegna rangra upplýsinga um QNH

12. júlí 2022

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur greint frá því að mjög litlu hafi munað að farþegaþota af gerðinni Airbus A320 hafi rekist í jörðina í aðflugi að Charles de Gaulle flugvellinum í París

Færri pantanir hjá Boeing í ágúst samanborið við júlí

14. september 2022

|

Boeing fékk færri pantanir í ágústmánuði síðastliðnum miðað við júlímánuð með pantanir upp á 30 flugvélar samanborið við 130 flugvélar í júlí en afbókunum fækkaði þó og var aðeins hætt við pantanir í

Fresta því að auka afköst upp á 65 A320neo þotur á mánuði

27. júlí 2022

|

Airbus hefur ákveðið að fresta áformum um fyrirhugaða aukna afkastagetu í framleiðslu á Airbus A320neo þotum vegna ótta við þá stöðu hjá birgjum og þeim framleiðendum sem smíða íhluti í þoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00