flugfréttir
Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær
- Þróun á nægilega öflugri rafhlöðu stærsta áskorunin

Fyrsta tilraunarflug Alice stóð yfir í 8 mínútur og fór flugvélin hæst í 2.800 feta hæð yfir jörðu
Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington ríki klukkan 7:00 að staðartíma.
Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að flugið hafi gengið vel og snuðrulaust fyrir sig og að frammistaðan hafi verið góð.
Jómfrúarflugið stóð yfir í 8 mínútur og fór flugvélin hæðst í 2.800 feta hæð yfir jörðu en til stendur
að Alice hefji almennar flugprófanir árið 2025 og er vonast til að afhendingar geti hafist árið 2027.
Davis segir að ef það mun ganga hraðara fyrir sig að þróa rafhlöður sem eru léttari og endast
lengur að þá verði mögulega hægt að hefja afhendingar á fyrstu flugvélunum töluvert fyrr.
Alice verður lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin
geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður að koma fyrir frakt
upp að 1.2 tonnum.
Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn
skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun
flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).

Eviation stefnir á að rafmagnsflugvélin Alice komi á markað árið 2027
Meðal þeirra viðskiptavina sem eiga von á að fá Alice afhenta eru DHL, Cape Air og Global Crossing
Airlines. Gregory Davis vill ekki gefa upp hver verðmiðinn er á Alice en einhverjir fjölmiðlar
hafa nefnt að ein flugvél mun kosta um 4 milljónir Bandaríkjadali sem samsvarar 585 milljónum
króna.
Verkefnið hefur nú þegar dregist á langinn eftir að eldur kom upp í einni lithium-ion rafhlöðu við prófanir á einni tilraunarflugvél í Prescott í Arizona árið 2020 sem varð til þess
að sú flugvél gjöreyðilagðist.
„Stærsta áskorunin fyrir okkur verður rafhlaðan“, segir Davis, sem tekur fram að þau fyrirtæki
sem framleiða rafhlöður þurfi að hraða þróun á því hvernig hægt er að koma fyrir fleiri rafsellum
fyrir í hverju batteríi án þess að stækka eða þyngja rafhlöðuna svo hún henti fyrir flugiðnaðinn.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.