flugfréttir
Airbus afhendir fimmhundruðustu A350 þotuna

Fimmhundraðasta Airbus A350 þotan var afhent til spænska flugfélagsins Iberia
Airbus afhent á dögunum fimmhundruðustu Airbus A350 þotuna en sú þota var afhent til spænska flugfélagsins Iberia.
Afhendingin markar einnig upphafið að nýjum framleiðslustaðli sem Airbus hefur innleitt er kemur
að afkastagetu og innréttingum í farþegarými sem nær til A350-900 og A350-1000 þotnanna.
„Samanborið við fyrri staðla þá eru þoturnar núna 1.2 tonnum léttari sem náðist við notkun á öðruvísi
og léttari efnum við framleiðslu á íhlutum“, segir í tilkynningu.
Þá hefur Airbus náð að auka hámarksflugtaksþunga vélanna um 3 tonn sem þýðir að flugvélarnar
geta borið meiri þyngd en samt án þess að skerðing verður á flugdrægi.
Airbus tekur fram að A350 þoturnar brenna 25% minna eldsneyti samanborið við eldri farþegaþotur
og þá eru þær helmingi hljóðlátari. Airbus hefur í dag yfir 400 Airbus A350 þotur sem á eftir að framleiða
af þeim rúmlega 900 sem hafa verið pantaðar frá upphafi.



5. desember 2022
|
Á meðan flest flugfélög eru að sækja fleiri flugvélar, sem voru settar í langtímageymslu í kjölfar heimsfaraldursins, og komið þeim aftur í flotann vegna aukinnar eftirspurnar eftir flugsætum, þá he

1. desember 2022
|
Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

10. nóvember 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur fengið fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Ítalíu upp á 400 milljónir evra sem samsvarar 58 milljörðum króna.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.