flugfréttir
FAA uppfærir flugöryggisstuðul Malasíu aftur í 1. flokk

Frá flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu
Flugöryggi í Malasíu er aftur komin í fyrsta flokk að mati bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hafa uppfært öryggisstuðul landsins á ný upp í Category 1.
Tæp þrjú ár eru liðin síðan að FAA lækkuðu öryggisstuðul Malasíu niður í Category 2 en
sú lækkun átti sér stað í nóvember árið 2019 sem þýddi meðal annars að flugfélög
í landinu máttu ekki bjóða upp á nýjar flugleiðir til áfangastaða í Bandaríkjunum.
FAA uppfærði öryggisstuðulinn eftir úttekt sem gerð var í sumar og kom í ljós að framfarir
hafa átt sér stað í flugöryggi innan flugmálayfirvalda Malasíu er kemur að rekstri og
framfylgni á öryggisreglum og uppfyllir landið því aftur kröfur um öryggi samkvæmt alþjóðaflugreglum.
AirAsia X er eina malasíska flugfélagið sem flaug á sínum tíma til Bandaríkjana og hefur
flugfélagið gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að AirAsia X ætlar sér með þessu
að auka umsvif sín í áætlunarflugi til Bandaríkjanna.



7. nóvember 2022
|
Ryanair ætlar að láta koma fyrir Scimitar Winglets vænglingum á yfir 400 Boeing 737-800 þotur í flotanum en um er að ræða sömu vænglinga og eru framleiddar á nýjar Boeing 737 MAX þotur.

24. nóvember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

20. janúar 2023
|
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta á

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.