flugfréttir
80 nýir flugvellir bætast við á Indlandi á næstu fimm árum

Á síðustu 8 árum hefur flugvöllum á Indlandi fjölgað úr 74 upp í 141 flugvöll
Stjórnvöld á Indlandi gera ráð fyrir að 80 nýir flugvellir munu bætast við í landinu á næstu fimm árum til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir flugi og fjölgun ferðamanna til landsins.
Flugmálaráðherra Indlands segir að á hverju ári fjölgi flugfarþegum um 9% og er spáð
tveggja stafa tölu fjölgun árlega á næstu árum.
Á síðustu 8 árum hefur flugvöllum á Indlandi fjölgað úr 74 upp í 141 flugvöll sem þýðir
að framkvæmdir hafa átt sér stað á 67 nýjum flugvöllum á Indlandi frá árinu 2014 og
er talið að flugvellir landsins verði orðnir 220 talsins árið 2027.
Meðal þessara 80 flugvalla þá hafa átta verið teknir í notkun nýlega en
þá flugvelli er að finna í Durgapur, Shirdi, Sindhudurg, Pakyong, Kannur, Kalaburagi, Orvakal og Kushinagar.
Flugvellirnir eru ýmist hefðbundnir flugvellir með bundnu slitlagi, flugvellir með grasbraut, þyrluflugvellir og flugvellir fyrir sjóflugvélar.
Þá gera flugmálayfirvöld ráð fyrir að efla tengiflugsmöguleika en á meðan
indverskir flugvellir eru sumir á lista yfir annasömustu flugvelli heims
þá eru þeir langt frá því að vera á lista yfir þá flugvelli sem bjóða upp á skjóta tengimöguleika fyrir flugfarþega og áreiðanlegar tengingar.
Jyotiraditya Scindia, flugmálaráðherra Indlands, segir að stefnan sé að
útrýma þessum vandamálum á næstu árum og gerir viðamikil áætlun í flugmálum ráð fyrir að 90 flugvellir verða orðnir kolefnalausir fyrir árið 2030.



18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

25. nóvember 2022
|
Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

21. nóvember 2022
|
Airbus hefur sent frá sér tilmæli til þeirra flugfélag og flugrekstaraðila sem hafa Airbus A220 þotur í flota sínum.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.