flugfréttir

Flyr sker niður umsvif sín um helming í vetur

5. október 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:38

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Flyr

Norska flugfélagið Flyr ætlar að skera niður umsvif félagsins í vetur með því að vera með helmingi færri flugvélar í rekstri auk þess sem til stendur að segja upp starfsfólki og draga saman leiðarkerfið í þeim tilgangi að lækka rekstrarkostnað í skugga hækkunar á eldsneytisverði og verðbólgu.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að félagið muni gera hlé á áætlunarflugi til þeirra áfangastaða sem eru ekki arðbærir eins og stendur og verður félagið eingöngu með fimm til sex flugvélar í rekstri í vetur.

Tonje Wikstrom Frislid, framkvæmdarstjóri Flyr, segir að veturinn verður mjög krefjandi í ljósi efnahagsástandsins og er talið að eftirspurn eftir flugi verði minni á næstu mánuðum.

Flyr, sem hóf flugrekstur um mitt árið 2021, hefur tólf flugvélar í flotanum sem samanstendur af sex Boeing 737 MAX 8 þotum og sex þotum af gerðinni Boeing 737-800.

Flugfélagið segist ætla að halda eins mikið af starfsfólki og mögulegt er og komast hjá beinum uppsögnum en starfsfólki verður boðið upp á að segja starfi sínu lausu eða taka að sér tímabundið hlutastarf.

Frislid segir að Flyr hafi enga annarra kosta völ nema skera niður reksturinn og viðurkennir hann að það hafi reynst erfitt að koma inn á markaðinn í Noregi þar sem Norðmenn eru mjög hliðhollir flugfélögum á borð við SAS og Norwegian.

Flugfélagið gerir ráð fyrir að geta sparað um 5 milljarða króna með niðurskurðinum og væntir félagið þess að flugáætlunin verði komin á fullt skrið að nýju í apríl næsta vor.

  fréttir af handahófi

Emirates pantar fimm Boeing 777F fraktþotur

8. nóvember 2022

|

Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

SAS mun fljúga til New York frá Gautaborg og Álaborg

21. desember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) stefnir á að hefja áætlunarflug yfir sumartímann til New York frá Gautaborg og Álaborg.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá