flugfréttir
Flugmenn hjá Eurowings hefja sólarhringsverkfall

Airbus A320 þota frá Eurowings
Flugmenn hjá þýska flugfélaginu Eurowings lögðu niður störf sín í dag eftir að ákveðið var að hefja eins dags verkfallsaðgerðir þann 6. október.
Talið er að verkfallið í dag muni hafa áhrif á um 30.000 farþega
en flugmenn félagsins krefjast að fá hærri laun og meiri frítíma á milli vakta.
Verkfallið mun taka endi rétt fyrir miðnætti í kvöld og hefur Eurowings aflýst um helmingi allra þeirra flugferða sem voru á áætlun í dag.
Í morgunsárið var búið að aflýsa þegar um 150 flugferðum af þeim 500
sem voru á áætlun.
Flugmannafélagið Vereinigung Cockpit segir að nú þegar hafi farið fram tíu kjarafundir og allir hafa þeir tekið enda án árangurs.
Fram kemur að núverandi kjarasamningar og vinnufyrirkomulag fyrir
flugmenn hjá Eurowings hefur ekki verið endurnýjað síðan árið 2015.



19. desember 2022
|
Flugmálayfirvöld í Bretlandi hafa áhyggjur af fjölda kvartanna og útistandandi skulda á skaðabótagreiðslum hjá Wizz Air sem hafa hrannast upp frá því í sumar.

6. desember 2022
|
Boeing hefur gert hlé á öllum frekari flugprófunum með Boeing 777-9 tilraunarþoturnar vegna vandamáls sem hefur komið upp með GE9X hreyfilinn frá General Electic.

10. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.