flugfréttir
80 prósent lágmarksnýting flugvalla á ný fyrir árið 2023

Þegar að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 var reglugerð um 80% lágmarksnýtingu lækkuð niður í 50 prósent
Þing Evrópusambandsins hefur kosið um að gera breytingu á núverandi reglugerð er varðar lendingarpláss á evrópskum flugvöllum og þurfa flugfélög í vetur að ná lágmarksnýtingu upp á 75 prósent til þess að tryggja sér áframhaldandi notkun á flugvöllum fyrir árið 2023.
Þegar að heimsfaraldurinn skall á árið 2020 var reglugerð um 80% lágmarksnýtingu lækkuð niður í 50 prósent
en í vor var reglugerðin uppfærð í lágmarkshlutfallið 64/36 og aftur í sumar upp í 75/25.
Til stendur að lágmarksnýtingin verði komin aftur í 80% fyrir sumarið 2023 en flugfélög á borð við Wizz Air
hafa óskað eftir því að breytingin verði gerð fyrr en áætlað er í dag en Wizz Air hefur haldið áfram að vaxa
ört þrátt fyrir þau áhrif sem heimsfaraldurinn hafði.
Undantekning er þó gerð um reglu um lágmarksnýtingu á lendingarplássum vegna utanaðkomandi þátta á borð við náttúruhamfara eða áhrifa af pólitískum deilum sem veldur röskun
á flugsamgöngur og yrði því tekið tillit til þeirra þátta.
Þau flugfélög sem ná ekki að nýta sér lágmarkshlutfallið geta átt þá hættu á að missa pláss á viðkomandi
flugvelli sem þýðir að einhver pláss verða afhent til annarra flugfélaga.



18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

22. nóvember 2022
|
Virgin Atlantic hefur sett fram skilyrði gagnvart stuðningi sínum við þriðju flugbrautinni á Heathrow-flugvellinum í London en Shai Weiss, framkvæmdarstjóri flugfélagsins breska, lýsti yfir óánægju

9. nóvember 2022
|
Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.