flugfréttir
Hjól losnaði af Dreamlifter-þotu í flugtaki á Ítalíu

Atvikið átti sér stað í gær á flugvellinum í Taranto á Ítalíu
Dekk af hjólastelli á Dreamlifter-vöruflutningaþotum Boeing losnaði af í flugtaki á flugvellinum í borginni Taranto á Ítalíu í gær.
Þotan var í flugtaki áleiðis til North Charleston með íhluti
í Dreamliner-verksmiðjur Boeing í Suður-Karólínu og má sjá á meðfylgjandi myndbandi
er eitt hjólið af aðalhjólastelli losnar af og fellur til jarðar.
Flugmenn vélarinnar héldu fluginu áfram vestur yfir haf og lenti þotan í North Charleston ellefu klukkustundum síðar.
Það er bandaríska flugfélagið Atlas Air sem starfrækir Boeing 747-400LCF
þoturnar fyrir hönd Boeing sem betur eru þekktar undir nafninu „Dreamlifter„.
Ítalska fyrirtækið Leonardo framleiðir einingar í skrokk á Boeing 787 þotunum
í Grottaglie-verksmiðjunum en Boeing hóf aftur að afhenda nýjar Dreamliner-þotur
í ágúst síðastliðnum.
Rannsókfnarnefnd flugslysa á Ítalíu á enn eftir að gefa frá sér yfirlýsingu varðandi
það hvort að rannsókn muni fara fram á atvikinu.
Myndband:



24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

27. nóvember 2022
|
Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.