flugfréttir
Flogið til 90 prósent áfangastaða af því sem var fyrir Covid

Frá Gatwick-flugvellinum í London
Fjöldi þeirra áfangastaða sem flogið er til frá Gatwick-flugvelli er komin upp í tæp 90 prósent af því sem var fyrir heimsfaraldurinn.
Fram kemur að um miðjan október hafi þau flugfélög, sem fljúga um Gatwick-flugvöll, flogið
til 172 áfangastaða samanborið við 197 í október árið 2019 sem jafngildir 87% af því sem
var fyrir 3 árum síðan.
Meðal þeirra áfangastaða sem mest er flogið til frá Gatwick-flugvellinum er Dublin, Barcelona og
Malaga í flokki áfangastaða innan Evrópu á meðan Dubai, New York og Orlando er mest flogið
til í flokki áfangastaða á löngum flugleiðum.
Þá hafa nokkur ný flugfélög bæst við í flóruna en víetnamska flugfélagið Bamboo Airways hefur hafið flug til London Gatwick frá Hanoi í Víetnam og þá hefur JetBlue bætt við öðru daglegu flugi til Gatwick frá New York.



7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

10. nóvember 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur fengið fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Ítalíu upp á 400 milljónir evra sem samsvarar 58 milljörðum króna.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.