flugfréttir
Frestur til að fá vottun fyrir 737 MAX 7 á þessu ári að renna út

Southwest Airlines á von á 234 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 7
Boeing mun að öllum líkindum ekki ná að fá í hendurnar flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 7 þotuna fyrir lok ársins eins og vonir voru bundnar við en um er að ræða minnstu útgáfuna af 737 MAX þotunni.
Mikilvægur tímarammi sem Boeing og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) höfðu unnið með var áætlaður
í desember en frestur til þess að skila inn greinargerð varðandi ýmiss öryggisatriði, sem FAA þurfti að
fá inn á borð til sín, er við það að renna út.
„Eins og kunnugt er þá hafði FAA látið Boeing vita af því að flugmálayfirvöld þyrftu að fá öll gögnin
um miðjan september ef flugvélaframleiðandinn ætlaði sér að halda áætlun varðandi vottunarferlið
og fá úthlutað flughæfnisvottun í desember“, segir Lirio Liu, yfirmaður FAA, í bréfi sem sent var til Boeing.
Fjórar vikur eru liðnar frá því að David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði að þrátt fyrir þetta
þá gerði Boeing ráð fyrir að fá flughæfnisvottun útgefna fyrir lok ársins.
Aðeins eru þrjú flugfélög sem hafa pantað Boeing 737 MAX 7 þotuna sem er Allegiant Air, sem
á von á 30 þotum af þeirri gerð, þá á Southwest von á 234 þotum og þá hefur kanadíska flugfélagið
WestJet pantað 22 þotur.



6. janúar 2023
|
Lufthansa ætlar að dusta rykið af öllum Airbus A340-600 breiðþotunum en þoturnar voru settar í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins árið 2020 og sá flugfélagið ekki fram á að þær myndu snúa

18. janúar 2023
|
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

13. desember 2022
|
United Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 200 farþegaþotur og samanstendur pöntunin af eitt hundrað Dreamliner-þotum og 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.