flugfréttir
Alaska Airlines pantar 52 Boeing 737 MAX þotur

Alaska Airlines verður komið með 250 MAX þotur í flotann fyrir árið 2030
Alaska Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 52 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX og einnig samið um kauprétt á 105 þotum til viðbótar.
Um er að ræða pöntun í tíu þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 9 og 42 þotur af gerðinni Boeing
737 MAX 10 og segir í tilkynningu, sem Alaska Airlines sendi frá sér í dag, að um er að ræða stærstu skuldbindingu í sögu félagsins er kemur að pöntunum.
Pöntunin inniheldur einnig þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en ekki kemur fram hversu margar
tegundir verða af þeirri gerð en Alaska Air Group segir að með því að vera með allar stærðir
af 737 MAX þotunum (að Boeing 737 MAX 7 undanskilinni) geti félagið haft mikinn sveiganleika
á nýtingu á vélunum eftir eftirspurn hverju sinni.
Áður en yfirlýsingin kom um kaupin í dag þá átti Alaska Airlines von á 94 Boeing 737 MAX þotum
og félagið því núna von á að vera komið með 146 þotur af gerðinni 737 MAX þegar búið verður
að afhenda þær allar.
Alaska Airlines á von á því að fá eina nýja 737 MAX þotu afhenta á 10 daga fresti frá og með næsta ári
og mun afhendingum á þotunum 52 ljúka árið 2027 og verður félagið því komið með 250 MAX þotur
fyrir árið 2030.



14. nóvember 2022
|
Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

27. desember 2022
|
Boeing hefur hægt á framleiðslunni á þeim Dreamliner-þotum sem smíðaðar eru í verksmiðjunni í North Charleston í Suður-Karólínu.

18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.