flugfréttir
Airbus A320neo þota lenti með 200 kíló eftir af eldsneyti
- Flokkað sem alvarlegt flugatvik

Atvikið átti sér stað þann 17. október síðastliðinn
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320neo frá kólumbíska flugfélaginu VivaColombia lenti á dögunum á flugvelli í Kólumbíu með aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti.
Atvikið átti sér stað þann 17. október síðasliðinn og var þotan
í áætlunarflugi frá Cali til borgarinnar Riohacha en þegar flugvélin
var í lækkun í 18.000 feta hæð hættu flugmennirnir við aðflugið
og fóru í biðflug í hálftíma vegna þrumuveðurs.
Því næst hækkaði flugvélin flugið upp í fluglag FL370 og var ákveðið
að víkja af leið og halda til Medellin en flugmennirnir ákváðu
aftur að hætta við aðflug þegar þotan var í lækkun í 15.000 fetum.
Flugmennirnir hækkuðu flugið upp í 21.000 fet og lýstu yfir
neyðarástandi og var ákvaðið að halda til borgarinnar Monteira
þar sem flugvélin lenti loksins um 2:15 klukkustundum eftir að
hætt var við aðflugið fyrst að Riohacha.

Stöðuna á því eldsneyti, sem eftir var eftir lendingu, má sjá á skjánum
Fram kemur að aðeins voru 100 kíló eftir af eldsneyti í vinstri
eldsneytistanki vélarinnar og 110 kíló í þeim hægri.
Í tilkynningu frá VivaColombia kemur fram að flugmennirnir
hafi hætt við aðflugið að Riohacha vegna veðurs og haldið
þess í stað til Medellin en einnig var hætt við aðflugið þar
vegna veðurs og var því haldið til Monteira þar sem þotan
lenti heil á höldnu.
Kólumbísk flugmálayfirvöld segja að þotan hafi lent
með 282 kíló eftir af eldsneyti og þegar slökkt hafi verið á
hreyflum þotunnar hafi 236 kíló verið eftir. Fram kemur
að atvikið sé flokkað sem mjög alvarlegt flugatvik.



25. nóvember 2022
|
Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

18. janúar 2023
|
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.