flugfréttir
Næsti hópur atvinnuflugnema fer af stað í janúar

Samtvinnað atvinnuflugnám og einkaflugnám hefst þann 6. janúar næstkomandi hjá Flugakademíu Íslands
Næsti hópur nemenda í samtvinnuðu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands fer af stað í janúar 2023 og er hægt að sækja um námið þar til 29. nóvember næstkomandi.
Samtvinnað atvinnuflugnám er tilvalið fyrir þá sem eru með litla eða enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Námið hjá Flugakademíunni hefst 6. janúar og tekur um 24 mánuði að ljúka því, bóklegu og verklegu námi, frá upphafi til enda. Ekki þörf á einkaflugmannsskírteini til að geta hafið nám.
Samtvinnað atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands er krefjandi og faglegt nám frá fyrsta degi og kallar á mikinn sjálfsaga nemenda og vinnu við að ná settu markmiði. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem stefna á frama sem atvinnuflugmenn þar sem nemendum er fylgt eftir frá fyrstu flugferð að atvinnuflugmannsskírteini.
Að loknu námi öðlast nemendur samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda. Skólinn heldur vel utan um nemandann út námstímann og eru allir áfangar og flug (bókleg og verkleg þjálfun) skipulögð fram í tímann. Námið er lánshæft að hluta sem fjögurra anna nám hjá Menntasjóði námsmanna og er eina lánshæfa flugnámið hér á landi hjá sjóðnum.
Einkaflugnám fer einnig af stað 6. janúar hjá Flugakademíunni og tekur bóklegi hlutinn 6 vikur þar sem kennt er í kvöldskóla. Einkaflugnám hentar þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum einshreyfils flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Einkaflugnám getur líka verið fyrsta skref í átt að atvinnuflugmannsréttindum ef áfangaskipt atvinnuflugnám hentar betur.
Áhugasamir hvattir til að mæta á kynningarfund
Flugakademía Íslands mun bjóða upp á kynningarfundi dagana 8. og 22. nóvember kl. 17.00 þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um flugnám. Kynningarfundirnir fara fram í bóklegri kennsluaðstöðu skólans að Ásbrú (Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ) þar sem stuttir fyrirlestrar verða haldnir um flugnám, námsleiðir í boði, fjármögnun og atvinnumöguleika að námi loknu.
Að loknum fyrirlestri gefst gestum tækifæri að skoða aðstöðu Flugakademíunnar á Ásbrú, kíkja á flugherma og ræða við kennara.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.