flugfréttir
Panta Scimitar vænglinga fyrir yfir 400 Boeing 737 þotur

Boeing 737 MAX þota frá Ryanair
Ryanair ætlar að láta koma fyrir Scimitar Winglets vænglingum á yfir 400 Boeing 737-800 þotur í flotanum en um er að ræða sömu vænglinga og eru framleiddar á nýjar Boeing 737 MAX þotur.
Alls er um að ræða 409 þotur í flota Ryanair sem fá nýju vænglingana og er verkefnið metið á yfir 200 milljónir
Bandaríkjadali en vinna við að festa vænglingana á fyrstu þoturnar hefst í vetur.
Með Scimitar Winglets vænglingum mun Ryanair ná að sparneytni upp 1.5 prósent á hverja þotu en
vænglingarnir, sem einnig eru þekktir sem „Scimitar Blended Winglets“, er tvískiptur vænglingur sem byggir á núverandi hönnun af „blended winglet“ en kemur með oddhvössum, aftursveigðum enda sem dregur úr loftmótsstöðu og eykur flughæfni vélanna enn meira.
Ryanair var í september komið með 77 Boeing 737 MAX þotur sem eru af gerðinni 737 MAX 200 og á félagið von á 10 til
12 til viðbótar fyrir jólin en flugfélagið átti að vera komið með fleiri MAX þotur en seinkanir hjá Boeing hafa haft áhrif
á afhendingar.



9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

12. janúar 2023
|
Vörufluttningaflugfélagið FedEx Express er að öllum líkindum hætta að nota McDonnell Douglas MD-10F fraktþoturnar en til stóð að hætta með þær snemma á þessu ári.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.