flugfréttir
Hefja þjálfun flugmanna með sýndarveruleikatækni frá Airbus

Lufthansa Group verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að hefja þjálfun flugmanna með sýndarveruleikatækninni frá Airbus
Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.
Sýndarveruleikabúnaðurinn er þróaður af Airbus og er ætlunin að flugmenn geti gengist
undir þjálfun á nýjar Airbus-þotur án þess að nota flugherma eða annan álíka þjálfunarbúnað.
Airbus segir að með búnaðinum þá „hverfa“ flugmenn inn í kunnuglegt stjórnklefarými
með þrívíddargleraugum sem leyfir þeim að fá raunverulega nálgun á öll stjórntæki, rofa, takka
og annað sem er að finna í flugstjórnarklefanum.
Þá segir að með sýndarveruleikaþjálfun geti flugmenn æft endurtakanlegar aðgerðir og
byggt upp „aðgerðarminni“ og þjálfað þekktar aðgerðir sem er hluti að stöðluðum verkferlum
hjá Airbus.

Fyrst um sinn verður búnaðurinn í boði fyrir þjálfun á Airbus A320 þoturnar
Gilad Scherpf, þróunarstjóri í þjálfunardeild Airbus, segir að nýi búnaðurinn verður
fyrst um sinn notaður til þess að þjálfa þá flugmenn sem fljúga flugvélum af gerðinni
Airbus A320.
Þá segir Scherpf að náið verði fylgst með niðurstöðum og árangri úr þjálfun
sem flugmenn hljóta með sýndaveruleikabúnaðinum og gögnum safnað saman
til að undirbúa samþykktir frá flugmálayfirvöldum.
Fabrice Hamel, varaformaður í flugrekstardeild Airbus, segir að búnaðurinn hafi þegar
sýnt fram á að flugmenn séu að ná tökum á þjálfun með skilvirkum árangri með nýja búnaðinum.
Hamel segir að þessi tækni gæti orðið til þess að hægt verði að stytta þjálfunartíma
flugmanna hvort sem þeir eru við þjálfun einir eða tveir í fjölstjórnarumhverfi.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.