flugfréttir
Ítalska ríkið setur 400 milljarða evra í rekstur ITA Airways

Ítalska flugfélagið ITA Airways hóf starfsemi sína í október árið 2021 á sama tíma og Alitalia hætti starfsemi sinni
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur fengið fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Ítalíu upp á 400 milljónir evra sem samsvarar 58 milljörðum króna.
Fjármagnið verður veitt flugfélaginu fyrir lok nóvember og er fjárhagsaðstoðin hluti að tilraun ríkisstjórnarinnar til þess
að selja ITA Airways.
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugfélaginu ítalska áhuga en meðal mögulegra kaupenda eru Lufthansa Group, skipafélagið MSC,
bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Certares, Delta Air Lines og Air France-KLM.
Viðræður við flesta aðilana hafa hinsvegar ekki náð neinum árangri og hefur Giancarlo Giorgetti, efnahagsráðherra landsins, sagt
að eins og er koma Lufthansa Group og MSC helst til greina.
Fram kemur að Lufthansa Group hafi enn áhuga á ITA Airways en tilboð þeirra hljóðar upp á kaup á 80% hlut í flugfélaginu upp á 850 milljónir evra (125 milljarða) og myndi ítalska ríkisstjórnin því sitja uppi með 20 prósenta hlut.
Fjárfestingarsjóðurinn Certares kom með tilboð upp á 350 milljónir evra en Alfredo Altavilla, forstjóri ITA Airways, var ekki
ánægður með það tilboð.
ITA Airways var stofnað á rústum flugfélagsins Alitalia sem hætti starfsemi sinni fyrir um ári síðan eftir að hafa verið starfrækt
í 73 ár eða frá árinu 1947.



10. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.

16. janúar 2023
|
Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-

12. janúar 2023
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterd

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.