flugfréttir
Rannsókn hafin á flugslysinu á flugsýningunni í Dallas
- Sex látnir eftir að tvær gamlar stríðsflugvélar rákust saman á flugsýningu

Flak beggja flugvélanna er til rannsóknar á graslendi á flugvallarsvæðinu á Dallas Executive flugvellinum
Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.
Flugslysið hefur vakið mikla athygli þar sem það náðist á myndband sem fór fljótlega eins og eldur um sinu
á samfélagsmiðlum en slysið átti sér stað um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma sl. laugardag.
Önnur flugvélin var af gerðinni B-17 Flying Fortress og sést á myndbandi hvar hún flýgur yfir þegar önnur flugvél
af gerðinni Bell P-63 Kingcobra kemur inn í mynd í vinstri beygju og lendir beint á sprengjuflugvélinni með þeim afleiðingum að stélið
brotnar af og falla þær báðar til jarðar í miklu eldhafi.
„Eitt af því sem við munum reyna að komast til botns í er hversvegna flugvélarnar voru svona nálægt hvor
annarri í sömu hæð og á sama tíma“, segir Michael Graham, rannsóknaraðil hjá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB).
Flughátíðin „Wings Over Dallas“ fór fram á Dallas Executive flugvellinum og létust alls 6 manns sem voru um borð í flugvélunum en engan sakað á jörðu niðri. Fram kemur að þetta er ekki fyrsta flugslysið sem á sér stað á flugsýningunni sem haldin hefur verið
árlega sl. 60 ár.

Fimm voru um borð í Flying Fortress sprengjuflugvélinni og einn um borð í Kingcobra flugvélinni
Fimm voru um borð í B-17 sprengiflugvélinni og þar á meðal fyrrverandi flugmaður sem hafði flogið hjá American Airlines
í fjóra áratugi þar til hann komst á starfslokaaldur fyrir tveimur árum síðan. Flugmaður Kingcobra flugvélarinnar var hinsvegar
einn um borð í þeirri vél.
Báðar flugvélarnar voru í eigu fyrirtækisins Commemorative Air Force sem einnig sér um flugsýninguna Wings Over Dallas
og kemur fram að gömlum herflugvélum, sem taka þátt í sýningunni, er yfirleitt flogið af fyrrverandi atvinnuflugmönnum og
öðrum flugmönnum sem hafa mikla reynslu að baki.
John Cudahy, formaður alþjóðasamtaka um flugsýningar, sem setur verklagsreglur og hefur yfirsýn með þjálfun flugmanna
sem fara með sýningaratriði á flugsýningum, segir að yfirleitt fari æfingar fram á föstudögum fyrir þau sýningaratriði
sem fara fram á laugardegi.
Segir Cudahy að á slíkum æfingum sé farið ítarlega yfir allar æfingar með öryggisatriði að leiðarljósi og gerðar áætlanir
varðandi hvernig atriðin fari fram áður en æfingar hefjast.

Myndband af flugslysinu fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum sl. laugardag
„Það er enn of snemmt að segja til um hvað gerðist á laugardaginn. Ég hef horft á upptökurnar nokkrum sinnum
og næ ekki enn að átta mig á því hvað fór úrskeiðis og ég hef gert þetta í 25 ár“, segir Cudahy.
Fram kemur að allar flugsýningar vestanhafs fara fram með sérstöku leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og þurfa
allir flugmenn, sem taka þátt í þeim, að sýna fram á færni sína og þá meðal annars í samflugi, lágflugi og öðrum æfingum að
sögn John Cox, fyrrum atvinnuflugmanns, sem segir að allar sýningar hafi sérstakan „yfirmann“ sem stjórnar öllum atriðum.
Talið er að von sé á bráðabirgðaskýrslu eftir um 4 til 6 vikur á meðan lokaskýrslan er ekki væntanleg fyrr en eftir eitt og hálft ár.



14. nóvember 2022
|
Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

12. desember 2022
|
Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA), segir að umræðan um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er við stjórnvölin eigi eftir að vara um ókomin ár þar sem hann efast um a

18. janúar 2023
|
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.