flugfréttir
Flugmenn sem fljúga loftbelgjum þurfa núna heilbrigðisskírteini

Sama krafa verður gerð til heilbrigðis meðal flugmanna sem fljúga loftbelgjum vestanhafs og hjá þeim sem eru í atvinnuflugi
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa breytt reglugerð er varðar loftbelgi og þurfa flugmenn sem fljúga þeim núna að verða sér út um heilbrigðistvottorð ef þeir ætla sér að fljúga með farþega gegn greiðslu.
Flugmenn loftbelgja hafa hingað til verið undanþegnir heilbrigðisvottorði
vestanhafs en héðan í frá verða sömu heilbrigðiskröfur gerðar til þeirra
og um væri að ræða flugmann sem flýgur atvinnuflug.
Kallað var eftir aðgerðum á sínum tíma í kjölfar slyss sem átti sér
stað í Texas árið 2016 þegar loftbelgur brotlenti með þeim afleiðingum að 16 manns létu
lífið.
Um var að ræða eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna er kemur að loftbelgjum
og kom í ljós að flugmaður loftbelgsins var undir áhrifum ýmissa lyfja og greindist
í blóði hans meðal annars oxycontin, rídalín auk fleiri lyfja.
Í kjölfarið tók FAA viðamikið skref til þess að fyrirbyggja sambærileg slys og til þess að auka
öryggi er kemur að starfrækslu loftbelgja í samstarfi við loftbelgjasamtök Bandaríkjanna.
Var gerð tillaga árið 2018 um að krafa væri gerð um heilbrigðisvottorð meðal flugmanna
sem fljúga loftbelgjum og rataði sú tillaga inn á bandaríska þingið og var sú tillaga
samþykkt í vikunni.



29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

16. nóvember 2022
|
Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.