flugfréttir

Slökkviliðsbíl ók í veg fyrir Airbus-þotu í flugtaksbruni

- Voru að æfa viðbragðstíma frá nýrri slökkvistöð að flugbrautinni

lima, perú

18. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 22:22

Atvikið átti sér stað á Jorge Chávez flugvellinum í Lima í Perú nú undir kvöld

Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

Atvikið átti sér stað um klukkan 20:10 að íslenskum tíma og var um að ræða þotu af gerðinni Airbus A320neo frá flugfélaginu LATAM sem var í flugtaksbruni á Jorge Chávez flugvellinum.

Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndskeið úr öryggismyndavél þar sem sést hvar þotan birtist í flugtaksbruni á sama tíma og tveir slökkviliðsbílar aka inn á flugbrautina.

Sjá má hvar annar slökkviliðsbílinn er komin inn á brautina og snýr við í snatri en verður fyrir flugvélinni sem rennur eftir brautinni með tilheyrandi reyk og eldglæringum eftir áreksturinn.

Samkvæmt fréttum frá fréttamiðlum í Perú þá hefur komið fram að slökkviliðið á flugvellinum hafi verið að æfa viðbragðstíma frá nýrri slökkvistöð að flugvellinum þegar atvikið átti sér stað.

Þotan var rýmd eftir að búið var að ráða niðurlögu elds sem kom upp og hefur LATA gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að allir hafi komist lífs af frá borði.

Myndband:



Einn flugfréttamiðill greinir frá því að samkvæmt upplýsingum af Flightradar24.com hafi flugvélin verið komin á 127 hnúta hraða á þeim tíma sem hún rekst á slökkviliðsbílinn.

Myndskeið sem birt hefur verið á síðunni „A320 Systems“ birtir myndband sem sýnir hvar verið er að rýma flugvélina en enn hafa fáir fréttir birst varðandi atvikið þar sem stutt er frá því að það átti sér stað.

Uppfært klukkan 23:15

Greint hefur verið frá því að tveir séu látnir af þeim sem voru í slökkviliðsbílnum sem var fyrir þotunni. Öllu flugi um Jorge Chávez flugvöllinn í Lima hefur verið aflýst þar til klukkan 13:00 að staðartíma á morgun

Fjórum flugvélum, sem voru á leið til Lima, hefur verið gert að lenda á öðrum nálægum flugvöllum og þá hefur 76 brottförum verið frestað.

Fleiri myndir og myndbönd:





















  fréttir af handahófi

Mexíkóskt sprotaflugfélag pantar 30 rafmagnsflugvélar

18. janúar 2023

|

Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

Bretar innleiða aftur hefðbundna reglu um nýtingu á plássum

31. janúar 2023

|

Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

Fór í loftið án 55 farþega sem gleymdust í rútu á flughlaðinu

14. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er farþegaþota frá indverska lágfargjaldafélaginu Go First fór í loftið og skildi á sjötta tug farþega eftir sem áttu bókað m

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá