flugfréttir

Handtóku flugmennina eftir áreksturinn við slökkviliðsbílinn

- Alþjóðasamtök atvinnuflugmanna gagnrýna handtökuna harðlega

21. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:31

Flugvélin hefur verið fjarlægð af flugbrautinni á flugvellinum í Lima í Perú eftir áreksturinn sl. föstudag

Flugmennirnir, sem voru við stjórnvölin á Airbus A320neo þotu frá LATAM, sem lenti í árekstri við slökkviliðsbíl á flugvellinum í Lima í Perú sl. föstudag, voru handteknir og færðir í fangageymslur skömmu eftir áreksturinn.

Þeir voru leystir úr haldi á laugardagskvöldið en handtakan hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamtökum atvinnuflugmanna (IFALPA) og segir í yfirlýsingu að handtakan stangast á við alþjóðalög og reglugerðir í flugi er kemur að flugslysum.

IFALPA segir að í stað þess að handtaka flugmennina hefði átt að veita þeim áfallahjálp og læknisaðstoð. „Undir engum kringumstæðum er það viðeigandi að gruna flugmenn flugs LA 2213 um saknæmt athæfi með svo umsvifalausum hætti í kjölfar slyss án þess að fagmannlegt mat af fluglækni fer fram“, segir í yfirlýsingu frá IFALPA.

Þá segir IFALPA að handtakan stangist gjörsamlega á við lög og reglur samkvæmt viðauka Annex 13 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) sem fjallar um flugslys og flugslysarannsóknir auk viðauka Annex 19 er snýr að öryggisstjórnun.

Að lokum segir IFALPA það að handtaka flugmenn strax í kjölfar slyss sendir þau skilaboð til almennings að flugmennirnir hafi gert eitthvað rangt og skora samtökin á stjórnvöld í Perú að hafa í huga og framfylgja reglugerðum frá ICAO héðan í frá.

Sennilegt að slökkviliðsbíllinn hafi farið inn á brautina án heimildar

Lima Airport Partners, rekstraraðili Jorge Chavez flugvallarins í Lima í Perú, segir að slökkviliðsæfing sem fram fór sl. föstudag hafi farið fram í fullu samstarfi við flugvöllinn og flugumferðarstjóra þegar árekstur varð meðal slökkviliðsbíls og Airbus A320neo þotu frá LATAM sem var í flugaki.

Tveir létust sem voru í slökkviliðsbílnum í árekstrinum

Fram hefur komið að áreksturinn hafi orðið þegar slökkviliðsæfing var í gangi en verið var að sannreyna að slökkviliðsbíll gæti náð að flugbrautinni á 3 mínútum frá nýrri slökkvistöð sem tekin hefur verið í notkun á flugvellinum.

Fram kemur að samkvæmt reglugerðum séu þrjár slíkar prófanir framkvæmdir á ári þar sem um er að ræða æfingar sem gerðar eru án neinnar yfirlýsingar til að athuga að viðbragðstíminn sé innan marka.

Æfingin var gerð í samvinnu við flugleiðsögufyrirtækið CORPAC og var flugturninum gert viðvart um morgunin að æfingin myndi hefjast klukkan 15:10 að staðartíma og fóru slökkviliðsbílar af stað í átt að flugbraut „runway 16“ en á sama augnarbliki var Airbus A320neo þota frá LATAM í brautarstöðu að undirbúa flugtak til borgarinnar Juliaca.

Upptökur úr flugturni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sagt er að heyra má hvar flugumferðarstjórar gefa slökkviliðsbílnum heimild til þess að halda í átt að braut 16 en flugleiðsögufyrirtækið CORPAC segir að um er að ræða upptöku úr samskiptum eftir að áreksturinn var búinn að eiga sér stað og sé þar verið að gefa öðrum slökkviliðsbílum heimild til þess að halda í átt að slysstaðnum.

„Við munum halda áfram að eiga samstarf við yfirvöld svo hægt sé að vinna þá rannsókn sem er í gangi í von um að hægt sé að fá á hreinu hvað gerðist“, segir í yfirlýsingu frá Lima Airport Partners.

Einhverjir fréttamiðlar í Perú hafa greint frá því að slökkviliðsbílinn hafi farið inn á brautina án heimildar. Búið er að fjarlægja flugvélina af brautinni og hefur komið í ljós að skemmdirnar á flugvélinni eru af þeim toga að ekki verður gert við hana og verður flugvélin afskrifuð.

  fréttir af handahófi

Fór í loftið án 55 farþega sem gleymdust í rútu á flughlaðinu

14. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er farþegaþota frá indverska lágfargjaldafélaginu Go First fór í loftið og skildi á sjötta tug farþega eftir sem áttu bókað m

Síðastu júmbó-þotunni ýtt úr samsetningarsalnum í Everett

7. desember 2022

|

Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

Fór í loftið án 55 farþega sem gleymdust í rútu á flughlaðinu

14. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er farþegaþota frá indverska lágfargjaldafélaginu Go First fór í loftið og skildi á sjötta tug farþega eftir sem áttu bókað m

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá