flugfréttir
Stuðningur Virgin við þriðju flugbrautinni háður skilyrðum

Airbus A350 breiðþota Virgin Atlantic í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London
Virgin Atlantic hefur sett fram skilyrði gagnvart stuðningi sínum við þriðju flugbrautinni á Heathrow-flugvellinum í London en Shai Weiss, framkvæmdarstjóri flugfélagsins breska, lýsti yfir óánægju sinni varðandi aðstæður Virgin á Heathrow og þá sérstaklega er kemur að hækkun á flugvallargjöldum.
Weiss hélt ræðu á ráðstefnunni Airlines 2022 í gær í London þar sem hann segir að stuðningur Virgin Atlantic
við framkvæmdir á þriðju flugbrautinni verður aðeins „tímabundinn stuðningur“ og muni flugfélagið endurskoða
stuðning sinn ef stjórn Heathrow ætlar ekki að gera eitthvað í málunum.
„Við munum lýsa yfir stuðningi okkar við þriðju flugbrautina, ef, og aðeins ef, Heathrow heldur áfram
að vera samkeppnishæfur“, segir Weiss sem bætir því við að öll þróun á flugvellinum á ekki einungis
að snúast um að „greiða reikninga svo að hluthafar geti hagnast meira“ og minnir hann á framtíð
flugvallarins hljóti að velta á þeim sem greiða afnot af flugvellinum.
Þá lagði Weiss fram þá tillögu að skoða með hvaða hætti flugvellir eru reknir í Bandaríkjunum
þar sem flugfélög eiga sínar eigin flugstöðvar og sem eru reknir af hluthöfum, öðrum en rekstaraðila
flugvallarins.
„Þegar búið verður að uppfylla þessi skilyrði þá verðum við enn stærri stuðningsaðili“, segir Weiss.



16. janúar 2023
|
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

6. desember 2022
|
Boeing hefur gert hlé á öllum frekari flugprófunum með Boeing 777-9 tilraunarþoturnar vegna vandamáls sem hefur komið upp með GE9X hreyfilinn frá General Electic.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.