flugfréttir
Air India undirbýr risapöntun í allt að 300 þotur
- Í viðræðum bæði við Boeing og Airbus

Air India stefnir á að auka markaðshlutdeild sína úr 10 prósentum upp í 30 prósent á næstu fimm árum
Air India er sagt vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus varðandi risastóra pöntun í allt að 300 nýjar farþegaþotur en flugfélagið indverska vinnur nú að því að auka umsvif sína í kjölfar heimsfaraldursins.
Campbell Wilson, framkvæmdarstjóri Air India, segir að einnig standi viðræður yfir við hreyflaframleiðendur
og flugvélaleigufyrirtæki.
Wilson segir að áætlað er að stækka flota Air India og leiðarkerfið og er stefnt að því að auka
markaðshlutdeild flugfélagins upp í 30% á næstu fimm árum bæði í innanlandsflugi og í millilandaflugi
en í augnablikinu er markaðshlutdeild flugfélagsins aðeins 10 prósent.
Air India hafði tilkynnt í september að til stæði að taka á leigu um þrjátíu Boeing og Airbus farþegaþotur
en samkvæmt heimildum er flugfélagið að íhuga að panta um 70 breiðþotur og þar á meðal
þotur af gerðinni Airbus A350, Boeing 787 og Boeing 777 auk um 300 farþegaþotna af minni gerð
sem kemur með einum gangi.
Talið er að verðmæti pöntunarinnar sé um 50 milljarðar Bandaríkjadala sem samsvarar 7.137 milljörðum króna.



13. janúar 2023
|
Boeing 737 MAX þoturnar eru komnar aftur í loftið í Kína eftir tæpa fjögurra ára kyrrsentingu þar í landi en Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019 í kjölfar tveggja

13. janúar 2023
|
Boeing 737 MAX þoturnar eru komnar aftur í loftið í Kína eftir tæpa fjögurra ára kyrrsentingu þar í landi en Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019 í kjölfar tveggja

21. desember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) stefnir á að hefja áætlunarflug yfir sumartímann til New York frá Gautaborg og Álaborg.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.