flugfréttir

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

- Fjórir létust í flugslysi er Cessna Caravan fórst skammt norður af Seattle

23. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 09:38

Flugvélin, sem bar skráninguna N2069B, var smíðuð árið 2021

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Caravan fórst með fjóra um borð, sé rakin til þess að hægri vængur vélarinnar losnaði af í miðju flugi.

Fram kemur að flugvélin hafi verið í sérstöku tilraunaflugi á vegum fyrirtækisins Raisbeck Engineering í Seattle þar sem verið var að prófa afkastagetu flugvélarinnar og afla gagna varðandi getu vélarinnar.

Fram kemur að fjórir voru um borð í flugvélinni og þar á meðal tveir reyndir flugmenn með yfir 10.000 flugtíma að baki en engin lifði slysið af.

Raisbeck Engineering sérhæfir sig í breytingum á flugvélum fyrir flugrekstaraðila er varðar flughæfni í þeim tilgangi að bæta flugeiginleika flugvéla.

Slysið átti sér stað sl. föstudag (18. nóvember) skammt norður af Seattle

Flugvélin brotlenti á akri í Snohomish County sýslu og segir NTSB að vængur vélarinnar hafi fundist í um 180 metra fjarlægð frá flakinu sjálfu og hefur rannsókn leitt í ljós að vængurinn fór af flugvélinni áður en hún brotlenti. Þá hafa sjónarvottar sagst hafa séð hluta af flugvélinni losna af á meðan hún var á flugi.

Flugvélin fór í loftið frá Renton-flugvellinum í Seattle sl. föstudag (18. nóvember) og hafði hún tekið ýmsar tilraunaæfingar, beygjur og klifur og lækkun á miklum hraða til að framkvæma „flutter“ prófanir í 5.000 feta hæð skömmu áður en hún brotlenti um 55 mínútum eftir flugtak frá Renton-flugvelli.

Flak vélarinnar hefur verið flutt til nánari rannsóknar og segir NTSB að von sé á bráðabirgðarskýrslu á næstu vikum.

  fréttir af handahófi

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Næsti hópur atvinnuflugnema fer af stað í janúar

3. nóvember 2022

|

Næsti hópur nemenda í samtvinnuðu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands fer af stað í janúar 2023 og er hægt að sækja um námið þar til 29. nóvember næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00