flugfréttir
NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum
- Fjórir létust í flugslysi er Cessna Caravan fórst skammt norður af Seattle

Flugvélin, sem bar skráninguna N2069B, var smíðuð árið 2021
Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Caravan fórst með fjóra um borð, sé rakin til þess að hægri vængur vélarinnar losnaði af í miðju flugi.
Fram kemur að flugvélin hafi verið í sérstöku tilraunaflugi á vegum fyrirtækisins
Raisbeck Engineering í Seattle þar sem verið var að prófa
afkastagetu flugvélarinnar og afla gagna varðandi getu vélarinnar.
Fram kemur að fjórir voru um borð í flugvélinni og þar á meðal tveir reyndir flugmenn með yfir 10.000 flugtíma
að baki en engin lifði slysið af.
Raisbeck Engineering sérhæfir sig í breytingum á flugvélum fyrir flugrekstaraðila er varðar
flughæfni í þeim tilgangi að bæta flugeiginleika flugvéla.

Slysið átti sér stað sl. föstudag (18. nóvember) skammt norður af Seattle
Flugvélin brotlenti á akri í Snohomish County sýslu og segir NTSB að vængur vélarinnar hafi
fundist í um 180 metra fjarlægð frá flakinu sjálfu og hefur rannsókn leitt í ljós að vængurinn fór
af flugvélinni áður en hún brotlenti. Þá hafa sjónarvottar sagst hafa séð hluta af flugvélinni
losna af á meðan hún var á flugi.
Flugvélin fór í loftið frá Renton-flugvellinum í Seattle sl. föstudag (18. nóvember) og hafði hún tekið
ýmsar tilraunaæfingar, beygjur og klifur og lækkun á miklum hraða til að framkvæma „flutter“
prófanir í 5.000 feta hæð skömmu áður en hún brotlenti um 55 mínútum eftir flugtak frá Renton-flugvelli.
Flak vélarinnar hefur verið flutt til nánari rannsóknar og segir NTSB að von sé á bráðabirgðarskýrslu á næstu vikum.


4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.