flugfréttir
NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum
- Fjórir létust í flugslysi er Cessna Caravan fórst skammt norður af Seattle

Flugvélin, sem bar skráninguna N2069B, var smíðuð árið 2021
Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Caravan fórst með fjóra um borð, sé rakin til þess að hægri vængur vélarinnar losnaði af í miðju flugi.
Fram kemur að flugvélin hafi verið í sérstöku tilraunaflugi á vegum fyrirtækisins
Raisbeck Engineering í Seattle þar sem verið var að prófa
afkastagetu flugvélarinnar og afla gagna varðandi getu vélarinnar.
Fram kemur að fjórir voru um borð í flugvélinni og þar á meðal tveir reyndir flugmenn með yfir 10.000 flugtíma
að baki en engin lifði slysið af.
Raisbeck Engineering sérhæfir sig í breytingum á flugvélum fyrir flugrekstaraðila er varðar
flughæfni í þeim tilgangi að bæta flugeiginleika flugvéla.

Slysið átti sér stað sl. föstudag (18. nóvember) skammt norður af Seattle
Flugvélin brotlenti á akri í Snohomish County sýslu og segir NTSB að vængur vélarinnar hafi
fundist í um 180 metra fjarlægð frá flakinu sjálfu og hefur rannsókn leitt í ljós að vængurinn fór
af flugvélinni áður en hún brotlenti. Þá hafa sjónarvottar sagst hafa séð hluta af flugvélinni
losna af á meðan hún var á flugi.
Flugvélin fór í loftið frá Renton-flugvellinum í Seattle sl. föstudag (18. nóvember) og hafði hún tekið
ýmsar tilraunaæfingar, beygjur og klifur og lækkun á miklum hraða til að framkvæma „flutter“
prófanir í 5.000 feta hæð skömmu áður en hún brotlenti um 55 mínútum eftir flugtak frá Renton-flugvelli.
Flak vélarinnar hefur verið flutt til nánari rannsóknar og segir NTSB að von sé á bráðabirgðarskýrslu á næstu vikum.



30. nóvember 2022
|
Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

18. janúar 2023
|
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

20. desember 2022
|
Flugakademía Íslands hefur bætt við bóklegu atvinnuflugmannsnámi í fjarnámi við námsframboð sitt. Hægt er að sækja um og hefja fjarnámið hvenær sem er og ráða nemendur sínum námshraða sjálfir.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.