flugfréttir
Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

Flugið til Detroit mun hefjast þann 18. maí 2023 og verður flogið fjórum sinnum í viku með Boeing 737 MAX þotum
Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.
Fyrsta flug Icelandair til Detroit mun hefjast þann 18. maí 2023 og verður flogið til borgarinnar fjórum sinnum
í viku fram í október.
Þetta er í fyrsta sinn sem Icelandair flýgur til Detroit en ekki þó í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint
flug til borgarinnar frá Íslandi því WOW air flaug einnig til Detroit frá árinu 2018 uns félagið varð gjaldþrota ári síðar.
Detroit verður fimmtándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum en flogið
verður með Boeing 737 MAX þotum til borgarinnar.
„Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Detroit við okkar öfluga leiðakerfi. Borgin er áhugaverður áfangastaður og þaðan eru einnig öflugar tengingar til annarra borga í Bandaríkjunum. Þá skapast mjög góðar tengingar fyrir íbúa Detroit og nærumhverfis við Ísland og áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Þá verður Keflavíkurflugvöllur 7. evrópski flugvöllurinn sem mun tengja Detroit við Evrópu í beinu áætlunarflugi
en frá borginni er einnig boðið upp á flug til Amsterdam, Frankfurt, London Heathrow, Munchen, París og Róm.



25. nóvember 2022
|
Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

16. nóvember 2022
|
Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir

8. nóvember 2022
|
Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.