flugfréttir
Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum
- Fara fram á tæpa 1.000 milljarða í bætur vegna flugvéla í Rússlandi

Flestar flugvélarnar eru smíðaðar af Boeing og Airbus og telja flugvélaleigurnar að þær eigi aldrei eftir að fá þær til baka
Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þann fjölda flugvéla í þeirra eigu sem eru í Rússlandi og hafa ekki skilað sér til baka.
Lögsókninrnar beinist að mörgum tryggingarfélögum og tengist málið hundruðum flugvéla sem hafa verið fastar í Rússlandi
frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á þessu ári og er farið fram á 6.5 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur
sem samsvarar yfir 920 milljörðum króna.
Yfir 400 farþegaflugvélar, flestar í eigu vestrænna flugvélaleiga, hafa verið fastar í Rússlandi frá því að Vladimír Pútin, forseti
Rússlands, skrifaði undir lög sem gáfu rússneskum flugfélögum heimild til þess að endurskrá vestrænar flugvélar
yfir á rússneska skráningu.
Flestar flugvélarnar eru framleiddar af Boeing og Airbus og segja flugvélaleigurnar að í skilmálum um flugvélatryggingar
komi fram að flugvélarnar séu tryggðar gegn stríði og þjófnaði og á þeim forsendum er farið fram á skaðabætur.

Talið að það séu yfir 400 farþegaflugvélar fastar í Rússlandi sem flestar eru í eigu vestrænna flugvélaleigufyrirtækja
Tryggingafyrirtækin hafa hinsvegar ekki viljað greiða skaðabætur á þeim forsendum að flugvélarnar eru ekki skemmdar
og að svo gæti farið að þeim verði skilað aftur til eigenda sinna.
Frá því í júní hafa farið fram 8 dómsmál í Dublin, í London og í Bandaríkjunum þar sem flugvélaleigur hafa höfðað mál
gegn tryggingafélögum í von um að fá skaðabætur fyrir flugvélar sem eru fastar í Rússlandi.
Meðal þeirra mála eru:
• Í júní fór flugvélaleigan AerCap fram á 496 milljarða króna frá tryggingafélaginu AIG og Lloyds
vegna 141 flugvélar og 29 hreyfla.
• Í ágúst höfðaði Aviator Capital í Miami skaðabótamál gegn Chubb, HDI Global og Hive Underwriters
upp á 20 milljarða króna vegna fjögurra flugvéla af gerðinni A320 og A321 í flota
Red Wings auk einnar Boeing 777-200ER þotu og þriggja hreyfla.
• Í október höfðaði DAE Capital mál í London gegn 11 tryggingarfélögum upp á 85 milljarða króna
vegna 19 farþegaflugvéla sem eru í Rússlandi.
• Fyrir mánuði síðan höfðaði Carlyle Aviation Partners skaðabótamáls í Flórída upp á 99 milljarða króna
gegn 30 tryggingarfélögum sem hafa neitað að greiða skaðabætur vegna 23 flugvéla í Rússlandi.
• Einnig í síðasta mánuði höfðaði Aircastle flugvélaleigan mál gegn 30 tryggingarfélögum í New York
vegna níu flugvéla og er farið fram á skaðabætur upp á 35 milljarða króna.
• Í þessum mánuði höfðaði írska flugvélaleigan Avolon mál gegn 15 tryggingarfélögum og hljómar
sú bótakrafa upp á 43 milljarða króna.
• Þann 3. nóvember sl. höfðaði BOC Aviation mál við dómstól á Írlandi gegn 16 tryggingarfélögum
og þar á meðal AIG, Chubb, Loyds og Swiss Re þar sem farið er fram á 113 milljarða króna í bætur
vegna sautján farþegaþotna sem hafa verið fastar í Rússlandi og komst dómstóll að þeirri niðurstöðu
að mjög ólíklegt þykir að hægt verði að endurheimta flugvélarnar í náinni framtíð eða aldrei.
• Og seinast var svo tekið fyrir þann 15. nóvember sl. dómsmál þar sem írska flugvélaleigan CDB
Aviation, sem er í eigu kínverska bankans China Development Bank, höfðar mál gegn 18 tryggingarfélögum
vegna flugvéla sem hafa verið afskrifaðar í Rússlandi að andvirði 14 milljarða króna.



4. nóvember 2022
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic sækist eftir því að fá fleiri lendingarpláss á Heathrow-flugvellinum í London á næstunni en félagið hætti í heimsfaraldrinum að fljúga um Gatwick-flugvöllinn og hef

18. nóvember 2022
|
Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

3. nóvember 2022
|
Boeing hefur ákveðið að slá á frest vottun fyrir Boeing 737 MAX 7 þotuna en til stóð að fá útgefna flughæfnisvottun fyrir þotuna frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) í desember.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.