flugfréttir

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

- Fara fram á tæpa 1.000 milljarða í bætur vegna flugvéla í Rússlandi

25. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:32

Flestar flugvélarnar eru smíðaðar af Boeing og Airbus og telja flugvélaleigurnar að þær eigi aldrei eftir að fá þær til baka

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þann fjölda flugvéla í þeirra eigu sem eru í Rússlandi og hafa ekki skilað sér til baka.

Lögsókninrnar beinist að mörgum tryggingarfélögum og tengist málið hundruðum flugvéla sem hafa verið fastar í Rússlandi frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á þessu ári og er farið fram á 6.5 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur sem samsvarar yfir 920 milljörðum króna.

Yfir 400 farþegaflugvélar, flestar í eigu vestrænna flugvélaleiga, hafa verið fastar í Rússlandi frá því að Vladimír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög sem gáfu rússneskum flugfélögum heimild til þess að endurskrá vestrænar flugvélar yfir á rússneska skráningu.

Flestar flugvélarnar eru framleiddar af Boeing og Airbus og segja flugvélaleigurnar að í skilmálum um flugvélatryggingar komi fram að flugvélarnar séu tryggðar gegn stríði og þjófnaði og á þeim forsendum er farið fram á skaðabætur.

Talið að það séu yfir 400 farþegaflugvélar fastar í Rússlandi sem flestar eru í eigu vestrænna flugvélaleigufyrirtækja

Tryggingafyrirtækin hafa hinsvegar ekki viljað greiða skaðabætur á þeim forsendum að flugvélarnar eru ekki skemmdar og að svo gæti farið að þeim verði skilað aftur til eigenda sinna.

Frá því í júní hafa farið fram 8 dómsmál í Dublin, í London og í Bandaríkjunum þar sem flugvélaleigur hafa höfðað mál gegn tryggingafélögum í von um að fá skaðabætur fyrir flugvélar sem eru fastar í Rússlandi.

Meðal þeirra mála eru:

• Í júní fór flugvélaleigan AerCap fram á 496 milljarða króna frá tryggingafélaginu AIG og Lloyds vegna 141 flugvélar og 29 hreyfla.

• Í ágúst höfðaði Aviator Capital í Miami skaðabótamál gegn Chubb, HDI Global og Hive Underwriters upp á 20 milljarða króna vegna fjögurra flugvéla af gerðinni A320 og A321 í flota Red Wings auk einnar Boeing 777-200ER þotu og þriggja hreyfla.

• Í október höfðaði DAE Capital mál í London gegn 11 tryggingarfélögum upp á 85 milljarða króna vegna 19 farþegaflugvéla sem eru í Rússlandi.

• Fyrir mánuði síðan höfðaði Carlyle Aviation Partners skaðabótamáls í Flórída upp á 99 milljarða króna gegn 30 tryggingarfélögum sem hafa neitað að greiða skaðabætur vegna 23 flugvéla í Rússlandi.

• Einnig í síðasta mánuði höfðaði Aircastle flugvélaleigan mál gegn 30 tryggingarfélögum í New York vegna níu flugvéla og er farið fram á skaðabætur upp á 35 milljarða króna.

• Í þessum mánuði höfðaði írska flugvélaleigan Avolon mál gegn 15 tryggingarfélögum og hljómar sú bótakrafa upp á 43 milljarða króna.

• Þann 3. nóvember sl. höfðaði BOC Aviation mál við dómstól á Írlandi gegn 16 tryggingarfélögum og þar á meðal AIG, Chubb, Loyds og Swiss Re þar sem farið er fram á 113 milljarða króna í bætur vegna sautján farþegaþotna sem hafa verið fastar í Rússlandi og komst dómstóll að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt þykir að hægt verði að endurheimta flugvélarnar í náinni framtíð eða aldrei.

• Og seinast var svo tekið fyrir þann 15. nóvember sl. dómsmál þar sem írska flugvélaleigan CDB Aviation, sem er í eigu kínverska bankans China Development Bank, höfðar mál gegn 18 tryggingarfélögum vegna flugvéla sem hafa verið afskrifaðar í Rússlandi að andvirði 14 milljarða króna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga