flugfréttir
Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna
- Flugfreyjur og flugþjónar mega ekki hafa skallabletti eða grá hár

Flugfreyjur og flugþjónar hjá Air India
Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.
Tata Group, nýtt móðurfélag Air India, segir að flugfélagið hafi ekki verið nægileg duglegt við að uppfylla
kröfur meðal starfsfólks um borð í flugvélunum og hafi ímynd félagsins setið á hakanum um nokkurt skeið.
Meðal þeirra skilyrða sem farið er fram á varða snyrtimennsku og útlit og segir að flugfreyjur og flugþjónar
skulu ekki vera með neina skallabletti á höfði og ekki nein grá hár sýnileg.
Fram kemur að flugþjónar skulu annað hvort fela skallabletti eða raka sig skollótta samkvæmt
nýjum viðmiðunarreglum og þá segir að grá hár verði ekki liðin héðan í frá sem á bæði við flugfreyjur
og flugþjóna sem verða núna að fela grá hár með háralit.
Fyrir flugfreyjur þá er ekki sama hvaða háralit þau velja þar sem ljóst hár er bannað og er bent
á viðeigandi litakort þar sem tíundaðir eru þeir háralitir sem í boði eru.
Þá skulu flugfreyjur, sem kjósa að hafa hárið í hnút, gæta þess að hnúturinn sé ekki of stór auk
þess sem frekari fyrirmæli um hárgreiðslu hafa verið gefin út.
Þá verða flugfreyjur og flugþjónar eingöngu að vera með einfalda hringi á fingrum sem eru annaðhvort
úr silfri eða gulli og mega hringarnir ekki innihalda neina steina og vera lausir við merki eða einhverja
yfirgnæfandi hönnun.
Athygli vekur að á meðan mörg flugfélög hafa slakað á kröfum um klæðaburð meðal flugfreyja
og flugfreyja þá hefur Air India hert kröfur varðandi útlit og fatnað.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air India kemst í fréttirnar varðandi kröfur fyrir flugfreyjur og flugþjóna
en árið 2013 gaf flugfélagið frá sér yfirlýsingu þar sem flugliðar höfðu 3 mánuði til þess að koma
sér í form og var þeim gefin sá kostur að taka sér frí í 12 vikur til að koma sér í form og
mæta til baka þegar að árangri hafi verið náð.
"Þeir sem hafa ekki náð að koma sér í form eftir þrjá mánuði munu ekki fá að starfa meira um borð í vélum Air India og verður þeim boðið starf á jörðu niðri", sagði talsmaður Air India fyrir níu árum síðan.



16. janúar 2023
|
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

4. janúar 2023
|
Margir hagsmunaaðilar í flugiðnaðinum í heiminum, flugfélög og fyrirtæki sem koma að flugrekstri hafa lýst yfir þokkalegri bjartsýni varðandi árið 2023 og eru margir sem telja að flugið eigi eftir a

30. nóvember 2022
|
Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.