flugfréttir
Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

Airbus A330 breiðþota frá Air Greenland
Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.
Flugfreyjufélag Danmerkur (FPU) hefur sent viðvörun til stjórn Air Greenlands
þar sem varað er við því að flugliðar félagsins munu leggja niður störf sín
frá og með
2. desember ef samningar nást ekki.
Sérstakur fundur mun fara fram á morgun milli FPU og stjórnar flugfélagsins þar
sem reynt verður að komast til lausn í málinu en seinasti fundur fór fram í október
og lauk honum án árangurs.
„Ef stjórnendur Air Greenland eru reiðubúnir í að ræða við okkur með öðruvísi
viðmóti en við höfum fengið hingað til þá er ég viss um að við eigum eftir að ná
einhverri niðurstöðu“, segir Anders Mark Jensen hjá FPU.
Helsta hitamálið í deilunni eru vaktatímar en flugfreyjur og flugþjónar fara fram
á sveiganlegri vinnutíma og fleiri hvíldartíma milli vakta.
Jacob Nitter Sørensen, framkvæmdarstjóri Air Greenland, bendir á að starfsfólk
félagsins verði einnig að koma til móts við ýmsa þætti sem flugfélagið hefur greint
frá og bendir hann á að flugfélagið verði að standa sig betur í samkeppni við önnur
flugfélög.
Bendir Sørensen á að Air Greenlands sé tilbúið að koma til móts við kröfur starfsmanna
er snýr að launahækkun en með því skilyrði að fá aukið vinnuframlag frá starfsfólki
en það stangast á við kröfur starsmanna sem óska eftir að fá meiri sveiganleika er kemur
að vöktum.



6. desember 2022
|
Talið er líklegt að United Airlines eigi eftir að hætta við pöntun sína í Airbus A350 þotuna en flugfélagið bandaríska á inni pöntun hjá Airbus í 45 breiðþotur af gerðinni A350-900.

20. desember 2022
|
Flugakademía Íslands hefur bætt við bóklegu atvinnuflugmannsnámi í fjarnámi við námsframboð sitt. Hægt er að sækja um og hefja fjarnámið hvenær sem er og ráða nemendur sínum námshraða sjálfir.

20. janúar 2023
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.