flugfréttir
Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina
- TF-ISH bætist við fraktflugflota Icelandair Cargo á næstu dögum

TF-ISH á flugvellinum í Shannon á Írlandi í dag (28. nóvember)
Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er hún fyrsta fraktþotan til þess að fara í nýja liti Icelandair.
Þetta er fyrsta breiðþotan sem sinnir fraktflugi eingöngu í flota Icelandair að undanskilinni Boeing 767 þotu sem sinnti fraktflugi með varning í heimsfaraldrinum.
Icelandair Cargo mun síðan á næstunni fá aðra Boeing 767-300ER fraktþotu og verður
félagið því með fjórar fraktþotur í flotanum en hingað til hefur flotinn samanstaðið af tveimur fraktþotum af gerðinni Boeing 757-200.
Í tengslum við fleiri fraktflugvélar mun félagið auka umsvif sín og hefja fraktflug t.a.m. til þriggja
áfangastaða í Bandaríkjunum sem eru Chicago, New York og Los Angeles.
Flugvélin, sem ber einkennisstafina TF-ISH, var máluð á Shannon á Írlandi og er þotan
í eigu Tai I - Aero Two Ltd. á Írlandi en var áður í eigu AerCap sem leigði hana út
seinast til TUI Airways.
TF-ISH er 23 ára gömul og var hún upphaflega
afhent til Britannia Airways í Bretlandi í febrúar árið 1999. Því næst hefur hún verið í flota Garuda
Indonesia, Thomsonfly og Thomson Airways en var ferjuð til Singapore
í apríl á þessu ári þar sem henni var breytt í fraktþotu.
Fraktþotubreytingunni lauk í september og var henni síðan flogið til Keflavíkur í gegnum Kairó í Egyptalandi og því næst til Írlands í málun.



9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 202

18. janúar 2023
|
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

2. janúar 2023
|
Flugvallarstarfsmaður lét lífið á gamlársdag er hann sogaðist inn í hreyfil á farþegaþotu frá American Airlines af gerðinni Embraer ERJ-175LR á flugvellinum í Montgomery í Alabama í Bandaríkjunum.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.