flugfréttir
Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

Tölvugerð mynd af Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong með þremur flugbrautum
Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.
Flugbrautin er hluti af 18 milljarða dala stækkun flugvallarins og hófust framkvæmdir við þriðju
flugbrautina í ágúst árið 2016. Umferð var þó hleypt um þriðju flugbrautina í júlí á þessu ári en
nú hefur brautin verið formlega tekin í notkun.
Með flugbrautinni verður hægt að taka við enn fleiri farþegum þegar stækkun Terminal 2 flugstöðvarinnar
verður tilbúin árið 2024 en sú flugstöð kemur með nýju farangursflokkunarkerfi og hreyfanlegu farþegabandi
í gólfum til að stytta göngutíma til og frá brottfararhliðum.
Flugvöllurinn í Hong Kong verður þó enn tveggja brauta flugvöllur um nokkurt skeið þar sem fyrri, nyrðri flugbrautin, sem
héðan í frá verður nefnd sem „miðjubrautin“ (07C/25C), er lokuð á meðan endurbætur standa yfir
auk framkvæmda við nýjar akleiðir og tengingar og mun hún ekki opna á ný fyrr en árið 2024.
Stjórnendur flugvallarins við opnunarathöfnina um helgina



16. janúar 2023
|
Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-

25. nóvember 2022
|
Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.