flugfréttir
Flaug á mastur í Maryland
- Voru föst í flugvélinni í 100 feta hæð í 18 klukkustundir

Flugvélin var í aðflugi að Gaithersburg-Montgomery flugvellinum sl. sunnudag
Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.
Flugvélin var í aðflugi að Gaithersburg-Montgomery County flugvellinum þegar hún hún flaug á mastrið.
Tvennt var í flugvélinni, 65 ára gamall flugmaður og 66 ára kona sem var farþegi með honum en bæði urðu þau fyrir meiðslum en eru þó ekki í lífshættu.
Flugvélin hékk í mastrinu í 100 feta hæð yfir jörðu og tókst ekki að bjarga þeim tveimur, sem í flugvélinni
voru, fyrr en snemma á mánudeginum.
Flugvélin flaug á mastrið um klukkan 16:40 að staðartíma á sunnudag en þeim fyrsta var ekki bjargað úr flugvélinni
fyrr en kl. 12:16 á hádegi á mánudag og hinum 20 mínútum síðar og þurfu þau því að dúsa í flugvélinni
í meira en 18 klukkustundir.
Verktakar þurftu að aftengja háspennulínu frá mastrinu áður en björgunaraðgerðir hófust
og varð því rafmagnsleysi á svæðinu á meðan og er talið að um 120.000 manns hafi orðið án rafmagns.
Fleiri myndir:



12. desember 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways er sagt eiga í alvarlegum samningaviðræðum við Lufthansa en Lufthansa Group er eitt af þeim örfáu aðilum sem hafa sýnt yfirtökunni áhuga á nýja flugfélaginu sem tók v

10. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.

18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.