flugfréttir

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

McDonnell Douglas MD-11 þota á flugvellinum í Manchester

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Ástæðan er vegna þess hávaða sem kemur frá þessum flugvélum sem sagt er að valdi íbúum í nærliggjandi hverfum ónæði.

Fram kemur að mesta ónæðið komi frá þessum flugvélum þegar þær eru í flugtaki en stjórn flugvallarins hefur átt nokkra fundi með íbúum og kemur í ljós að fraktþotur, sem eru komnar til ára sinna, séu að framkalla mestan hávaðann sem kemur frá flugvellinum.

Mest kvartað undan Boeing 747-200, -400 og Boeing 777

Oftast eru þær vel hlaðnar og fara í flotið með mikla þyngd og verður flugtaksprófíllinn því flatari og tekur það því lengri tíma að ná hæð sem veldur meiri hávaða.

Flestir íbúar hafa mest kvartað yfir flugvélum af gerðinni Boeing 747-200, 747-400 og 747-8 en einnig ratar Boeing 777 inn á listann.

Stjórn flugvallarins segist ekki vilja bíða lengur eftir því að fraktflugfélög endurnýja þessar flugvélar og leysi þær af hólmi með nýrri fraktflugvélum og vill stjórnin hraða banni við þessum flugvélum.

Lagt er til að frá og með 1. apríl á næsta ári verði búið að setja bann við flugvélum af gerðinni Boeing 747-100 og 747-200 auk McDonnell Douglas MD-11.

Þá er lagt til að skattar fyrir flugvélar af gerðinni Boeing 747-400 verði hækkaðir um 100% og þær síðan bannaðar með öllu frá og með árinu 2030.

Maastricht flugvöllurinn mun fara á mis við tekjur af tveimur Boeing 747-200 fraktþotum á viku. „Þetta eru mikilvægar tekjur fyrir okkur en við styðjum samt sem áður þessar aðgerðir og viljum vera meðvitaðir um umhverfisáhrif af þeirri flugumferð sem fer um völlinn og umhverfið skiptir meira máli en efnahagurinn.“, segir Jos Roeven, yfirmaður flugvallarins.

  fréttir af handahófi

Hætta flugi um þrjá flugvelli vegna skorts á flugmönnum

9. janúar 2023

|

American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá