flugfréttir
Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu
- Talið að beisli á flugtösku flugstjórans hafi krækst í „parking brake“ takkann

Atvikið átti sér stað í lendingu á flugvellinum í borginni Irkutsk í Rússlandi þann 2. nóvember síðastliðinn
Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á stjórnborð og að beisli töskunnar hafi óvart náð að krækjast í handbremsu vélarinnar.
Upplýsingar varðandi orsök atviksins kemur fram í skilaboðum sem lekið var í fjölmiðla en
skilaboðin komu frá Igor Bocharov, öryggisfulltrúa hjá rússneska flugfélaginu S7 Airlines,
og birtust skilaboðin á Telegram-síðu Aviatorschina sem reglulega birtir upplýsingar sem leka frá rússneska flugiðnaðinum.
Atvikið átti sér stað hinsvegar hjá flugfélaginu Ural Airlines og var um að ræða
áætlunarflug frá borginni Dushanbe í Tadsíkistan til Irkutsk í Rússlandi þann 2. nóvember
síðastliðinn.
Samkvæmt upplýsingum á annar flugmaðurinn að hafa sett flugtöskuna sína á stjórnborðið
á milli flugmannanna sem á ensku nefnist „middle console“ en þar er snúningstakka að finna
sem setur flugvélina í bremsu t.a.m. þegar hún er komin að landgangi.

Skjáskot úr öryggismyndavél
Talið er að beisli töskunnar hafi krækst utan um takkann og virkjað bremsuna þegar þotan var í 40.000
feta hæð og kemur fram að flugmennirnir hafi nokkrum sinnum virkjað og aftengt bremsuna
þar til að „parking brake“ ljósið var farið.
Hinsvegar hafi flugmennirnir ekki athugað stöðuna á þrýstingnum á vökvakerfinu sem virkjar bremsurnar
á hjólabúnaðinum og hefðu þeir átt að fara yfir viðeigandi gátlista varðandi þær aðstæður.
Bremsuljósið kom aftur á þegar flugvélin var í að flugi í 1.400 feta hæð og tóku flugmennirnir
eftir að þrýstingur var á kerfinu en aðhöfðust ekkert frekar og héldu aðfluginu áfram.
Flugvélin lenti í Irkutsk en samstundist læstust allar bremsur með þeim afleiðingum að það sprakk
á öllum fjórum hjólunum á aðalhjólabúnaði vélarinnar.
Það tók 12 klukkustundir að fjarlægja þotuna af brautinni og kemur fram að skemmdir hafi orðið á yfirlagi
brautarinnar og varð því að beina 14 öðrum flugvélum til annarra flugvalla.
Í yfirlýsingu frá Ural Airlines kemur fram að atvikið hafi orskast vegna bilunnar í bremsubúnaði. Þá segir
á vefsíðunni Aviatorschina að það hafi verið flugstjórinn sem hafi sett töskuna á stjórnborðið og hafi
hann yfirgefið flugfélagið í kjölfar atviksins.



4. nóvember 2022
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic sækist eftir því að fá fleiri lendingarpláss á Heathrow-flugvellinum í London á næstunni en félagið hætti í heimsfaraldrinum að fljúga um Gatwick-flugvöllinn og hef

3. nóvember 2022
|
Næsti hópur nemenda í samtvinnuðu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands fer af stað í janúar 2023 og er hægt að sækja um námið þar til 29. nóvember næstkomandi.

29. nóvember 2022
|
Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.