flugfréttir
Telja að United eigi eftir að hætta við Airbus A350

Tölvugerð mynd af Airbus A350 þotunni í litum United Airlines
Talið er líklegt að United Airlines eigi eftir að hætta við pöntun sína í Airbus A350 þotuna en flugfélagið bandaríska á inni pöntun hjá Airbus í 45 breiðþotur af gerðinni A350-900.
Þetta kemur fram í frétt Leeham News en þar er greint frá því að pöntunin
í Airbus A350 þoturnar hafi verið gerð af þeim meðlimum sem voru við stjórn
á þeim tíma sem félagið var að sameinast rekstri Continental Airlines fyrir um áratugi
síðan.
Í greiningu Leeham News kemur fram að ekki sé öruggt að það verði af þessari
pöntun þar sem United Airlines hefur ekki fengið neina A350 þotu afhenta þar
sem meiri líkur eru sagðar á því að stjórnin eigi eftir að halda sig við Dreamliner-þoturnar
í stað þess að hafa blandaðan flota af Boeing 787 og Airbus A350.
Airbus A350 hafa þó lengra flugdrægi heldur en Boeing 787 en Leeham News
telur að United Airlines eigi ekki eftir að hafa þörf fyrir slíkt flugdrægi og eigi
félagið því eftir að hætta við A350.
Ekki er talið að United Airlines þurfi að greiða hátt aflýsingargjald til Airbus
þar sem miklar líkur eru taldar á því að flugfélagið eigi eftir að breyta
pöntuninni yfir í fleiri Airbus A321neo þotur.
Ekkert bandarískt flugfélag hefur eins margar flugvélar á pöntun hjá Boeing og Airbus líkt og United Airlines sem á von á 520 þotum af gerðinni Airbus A321neo auk
A321LXR, Boeing 737 MAX, Airbus A350 auk Boeing 787.



12. janúar 2023
|
Vörufluttningaflugfélagið FedEx Express er að öllum líkindum hætta að nota McDonnell Douglas MD-10F fraktþoturnar en til stóð að hætta með þær snemma á þessu ári.

20. janúar 2023
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

1. mars 2023
|
Flugmenn Delta Air Lines hafa samþykkt með miklum meirihluta nýjan kjarasamning sem felur í sér launahækkun upp á allt að 34 prósent.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.