flugfréttir
Fara fram á sérstaka eldvörn við varaeldsneytistank á A321XLR

Airbus A321XLR mun verða langdrægasta farþegaþota heims í flokki þeirra sem koma með einum gangi
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að komið verði fyrir sérstakri eldvörn nálægt viðbótareldsneytistanknum á nýju Airbus A321XLR þotunum.
Eldsneytistankurinn er mjög mikilvægur svo að A321XLR geti náð því flugdrægi sem ætlast er til
að hún nái en eldsneytistankurinn er staðsettur í afturhluta þotunnar, undir farþegarýminu.
Í yfirlýsingu frá FAA segir að þar sem eldsneytistankurinn sé skorðaður af við skrokk þotunnar
sé ekki nein hefðbundin einangrun utan um tankinn og segir að þessi hönnun hafi ekki verið gerð
í samráði við öryggiseftirlitsaðila.
„Það hefur sýnt sig að það er viss hætta til staðar ef eldur kemur upp í eldsneyti sem hefur hellst eða
lekið úr tönkum vegna skemmda eða höggs og sérstaklega þegar það gerist svo nálægt
farþegarýminu séu viðbótartankar staðsettir undir þeim“, segir í yfirlýstingu frá FAA sem tekur
fram að álklæðning í skrokknum veitir litla vörn er kemur að eldsvoða.
Fram kemur að hita- og hljóðeinangrun geti tafið fyir eldsvoða í nægilega langan tíma svo að hægt verði að bregðast við með viðeigandi hætti og rýma flugvélina.
Airbus A321XLR mun verða langdrægasta farþegaþota heims í flokki þeirra sem koma með einum gangi en meðal þeirra flugfélaga sem hafa pantað A321XLR eru American Airlines, Frontier Airlines, jetBLue, United Airlines, Wizz Air, Air Arabia auk fleiri flugfélaga.



27. desember 2022
|
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna segir að það sé ekki viðunandi sá fjöldi flugferða sem að flugfélagið Southwest Airlines aflýsti vegna kuldakastsins sem reið yfir vestanhafs yfir jólin.

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

10. janúar 2023
|
Alaska Airlines hefur tekið síðustu Airbus A320 þotuna úr flotanum en félagið stefnir á að verða aftur eingöngu með þotur frá Boeing fyrir lok þessa árs.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.