flugfréttir
Flugfreyju sagt upp störfum fyrir að vera of stór fyrir sætin
- Náði ekki að spenna sætisólarnar

Flugfreyjan fer fram á skaðabætur frá Spirit Airlines
Flugfreyja ein hefur höfðað mál gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, eftir að henni var sagt upp störfum á þeim forsendum að hún hefði verið of þung og stór um sig til þess festa sætisólarnar í sætum sem eru ætluð þeim í flugvélinni.
Um er að ræða sæti sem á ensku nefnast „jump seat“ og vildi flugfélagið meina að hún
væri of mikil um sig til þess að ná að spenna á sig sætisólarnar.
Mál flugfreyjunnar, sem er af afrískum-amerískum uppruna, var tekið fyrir í dómsal í Flórída þann 16. nóvember sl. og segir að flugfreyjan
hafi staðist þjálfun er hún hóf störf sem flugfreyja og uppfyllt öll skilyrði og þar á meðal að festa
sætisólarnar.
Flugfreyjan flaug sitt fyrsta flug þann 3. september árið 2021 á þotu af gerðinni Airbus A319
og tilkynnti flugfreyjan þá að hún næði ekki að spenna beltið og var henni ekki leyft að nota
framlengingu á beltið.
Flugfreyjunni var gert að fara frá borði og kölluð var til önnur flugfreyja í hennar stað með
tilheyrandi seinkun og var hún send í leyfi.
Fimm dögum síðar fékk hún bréf frá flugfélaginu þar sem hún var boðuð á fund hjá Spirit
Airlines og var ákveðið að hún þyrfti að sína fram á hvort hún gæti notað sætisólarnar eða ekki.
Þann 8. október 2021 mætti hún til þess að sína fram á hvort hún gæti notað beltin í sætunum
sem eru ætluð flugfreyjunum og kom í ljós að sætisólarnar og sætin sjálf voru of lítil fyrir hana.
Fimm dögum síðar fékk hún bréf með tilkynningu um að hún gæti ekki starfað hjá flugfélaginu
eins og er og fékk hún endanlegt uppsagnarbréf þann 3. nóvember.
Spirit Airlines segir að flugfélagið hafi gefið henni tækifæri á að koma sér í form
frá 3. september til 12. október í von um að hún myndi passa í sætin.
Lögmaður flugfreyjunnar bendir á að önnur flugfreyja, sem er af hvítum uppruna, hafi fengið
mun lengri tíma til þess að koma sér í form og er Spirit Airlines sakað um að kynþáttamismunun
með þessari ákvörðun sinni.
Flugfreyjan fer fram á skaðabætur þar sem hún segist hafa gengið í gegnum andlega angist
vegna málsins, orðið fyrir vanlíðan og þyngdartapi auk launamissis.



1. mars 2023
|
Kólumbísku flugfélögin Viva Air Cikombia og Viva Air Perú hafa hætt starfsemi sinni og aflýst öllu frekara áætlunarflugi og kennir móðurfélagið, Grupo Viva, flugmálayfirvöldum í Kólumbíu um.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

11. janúar 2023
|
Flugfélagið Air Baltic ætlar að bjóða upp á ókeypis nettengingu um borð í öllum flugvélum sínum fyrir alla farþega, óháð farþegarými.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.