flugfréttir

Efast um að einn flugmaður í stjórnklefa verði að veruleika á næstu árum

- Yfirmaður IATA sér ekki fyrir sér „single-pilot operation“ á næstu 25 árum

12. desember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Willie Walsh sér ekki fram á að flugiðnaðurinn eigi eftir að taka upp þá reglugerð að aðeins einn flugmaður verði við stjórn næstu 15 til 20 árin

Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA), segir að umræðan um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er við stjórnvölin eigi eftir að vara um ókomin ár þar sem hann efast um að krafan um tvö flugmenn verði felld niður á næstu árum, ef hún verður einhverntímann að veruleika.

Svo má segja að aðeins séu til örfáar flugvélategundir meðal fárra flugfélaga þar sem einn flugmaður er við stjórn í atvinnuflugi og sé þá helst um að ræða mjög lítil flugfélög á vissum svæðum í heiminum sem bjóða upp á flug milli minni flugvalla og taka slíkar flugvélar í kringum 10 farþega.

„Ég sé ekki fram á að flugiðnaðurinn eigi eftir að taka upp þá reglugerð að tveir flugmenn séu óþarfir og að aðeins einn flugmaður er við stjórn - allavega ekki næstu 15 til 20 árin og jafnvel ekki fyrr en eftir 25 ár“, sagði Wille Walsh í ræðu sinni á ráðstefnunni Global Media Day á vegum IATA sem fram fór þann
6. desember.

Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Ummæli Walsh koma í kjölfar greinargerðar sem Evrópusambandið birti nýlega með drögum að stefnu sem verið er að gera sem gæti orðið fyrsti vísir að skrefi í átt að flugi þar sem einn flugmaður er við stjórnina í ljósi þeirrar tækniframfara sem hafa átt sér stað á sviði sjálfstýringa.

Greinargerðin tekur á flugrekstri með lágmarksfjölda áhafna um borð sem nefnist eMCO („extended minimum-crew operation“) og eru þar að finna drög um dæmi að flugrekstri þar sem einn flugmaður gæti verið við stjórnina á meðan á farflugi stendur á meðan hinn flugmaðurinn gæti hvílt sig.

Með því gæti verið möguleiki á því að á næstu árum væri aðeins þörf á tveimur flugmönnum um borð á löngum flugleiðum í stað þriggja eða fjögurra flugmanna eins og reglugerðir fara fram á í dag sem tryggir að ávalt séu tveir flugmenn í stjórnklefanum.

Með þörf fyrir einn flugmann væri hægt að bregðast við skorti á flugmönnum

Til að réttlæta þessa tillögu gagnvart almennri gagnrýni þá segir Evrópusambandið að sú þróun sem hefur átt sér stað í tækniframförum er kemur að sjálfstýringu geti bætt upp þá skerðingu sem færri flugmenn í stjórnklefa hefur í för með sér.

Þá segir að þessi möguleiki geti einnig náð að stemma stigu við þann skort á flugmönnum sem blasir við í fluginu á næstu árum og væri því sterkur leikur að huga að því að athuga hvort bregðast megi við skortinum með þörf á færri en tveimur flugmönnum við vissar aðstæður.

Í greinargerðinni segir samt að aðeins verði hægt að innleiða slíkar reglugerðir þegar alveg verður búið að tryggja að ekki sé verið að skera niður í flugöryggi á sama tíma.

Einn möguleiki að fylgjast náið með þreytu og heilsu þess eina flugmanns sem er við stjórn

Einnig segir að slíkar aðgerðir, þar sem verið er að fækka flugmönnum í stjórnklefa, kalli á öflugt eftirlit á öllum sviðum, bæði er snýr að flugrekstri og hönnun á stjórnklefa auk fleiri atriða sem þyrfti að breyta og endurskoða.

Hvað varðar veikindi sem geta komið upp þar sem flugmaður veikist skyndilega með þeim hætti að hann er ekki fær um að stjórna flugvélinni og mögulega missir meðvitund þá segir í greinargerðinni að flugmálayfirvöld séu vel meðvituð um þann hluta og sé það ávalt mikið áhyggjuefni í flugrekstri með einum flugmanni um borð.

Er lagt til að skoða mætti möguleika á rauntímaeftirlit með árverkni og frammistöðu flugmanna í þeim tilgangi að greina líðan þeirra, þreytu eða hættu og óvinnufærni vegna veikinda.

Í næstu öllu atvinnuflugi um allan heim eru tveir flugmenn í stjórnklefanum hverju sinni

Miðað við þá fyrirhöfn og vinnu sem fer í að koma upp slíku eftirliti með tilheyrandi prófunum og innleiðingu þá segir í greinargerð Evrópusambandsins að efast sé um að hagræðingin af því verði mikil og sennilega mjög takmörkuð.

Í enda greinargerðarinnar biðlar Evrópusambandið til aðila innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að íhuga málið og senda þeirra álit og koma með tillögu á einhverjum farvegi varðandi þróun og innleiðingu á þessu máli.

Sum flugfélög hafa sjálf hafið rannsóknir á möguleika á flugstarfsemi þar sem aðeins er þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum og hefur Cathay Pacific unnið með Airbus varðandi eMCO stefnur en það samstarf hófst árið 2021.

Á öryggisráðstefnu á vegum IATA sem fram fór í október sl. fór Chris Kempis, yfirmaður yfir flugrekstardeild Cathay Pacific, með ávarp þar sem greindi frá því að farþegaflug með einum flugmanni um borð væri stór áskorun sem væri óhjákvæmileg er litið er til framtíðar.

Kempis segir að ef flugið ætli að fara þá leið að fækka flugmönnum í stjórnklefanum þá væri um að ræða gríðarlega stórt og flókið skref sem væri „miklu, miklu“ flóknara en þegar fækkað var úr þremur flugmönnum í gamla daga niður í tvo flugmenn og vitnar hann þá í þegar flugleiðsögumenn („navigator“) voru orðnir óþarfir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga