flugfréttir
Ætla að bæta við 80 nýjum flugvélum á þessu ári

Lion Air á enn eftir að fá yfir 400 þotur afhentar á næstu árum
Lion Air Group ætlar sér að bæta við allt að 80 nýjum farþegaþotum við flugflota dótturfélaga sinna á þessu ári.
Daniel Putut Kuncoro Adi hjá Lion Air Group segir að flugfélagið hafi bætt við flotann 43 nýjum þotum
árið 2022 og er því stefnan tekin á að tvöfalda þann fjölda á árinu sem var að byrja.
Dótturfélög Lion Air Group eru Lion Air, Wings Air, Super Air Jet, Batik Air, Batik Air Malaysia og Thai Lion
Air en samanlagður flugfloti félaganna telur 317 flugvélar en í flota Lion Air eru 111 flugvélar.
Kuncoro Adi segir ekki hvernig flugvélarnar 80 dreifast á milli flugfélaganna á þessu ári en tók fram
að til standi að bæta við flugvélar í flota allra flugfélaganna til þess að koma til móts við aukna
eftirspurn eftir flugsætum.
Lion Air á enn eftir að fá 113 þotur afhentar af gerðinni Airbus A320neo, 65 af gerðinni Airbus A321neo
og þá á félagið enn eftir að fá afhentar um 230 þotur frá Boeing af gerðinni Boeing 737 MAX.


12. apríl 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur tekið aftur í notkun tiltekna Airbus A350-900 þotu þrátt fyrir að flugfélagið stendur nú í miðjum deilum við japanska flugvélaleigu sem á þotuna.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

13. apríl 2023
|
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað rússneska flugfélaginu Volga-Dnepr Group til þess að greiða flugvélaleigunni BOC Aviation yfir 400 milljónir dala í sekt vegna brots á leigusamningum er varðar

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f