flugfréttir
Hætta flugi um þrjá flugvelli vegna skorts á flugmönnum

Fram kemur að 76% af öllum flugvöllum í Bandaríkjunum orðið fyrir skerðingu á flugsamgöngum frá því í október árið 2019
American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri flugvelli við þá stærri.
Fram kemur að American Airlines hafði ákveðið að leggja niður svæðisflug (regional flights) um
borgina Columbus í Georgíu, Del Rio í Texas og í Long Beach í Kaliforníu en fram kemur að lítil eftirspurn eftir flugsætum á þessum leiðum sé einnig ástæðan.
„Í kjölfar skorts á flugmönnum sem er að hafa áhrif á flugiðnaðinn þá hefur American Airlines
tekið þá erfiðu ákvörðun að binda endi á allt áætlunarflug í svæðisflugi um Columbus, Del Rio
og Long Beach frá og með vorinu“, segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu.
Flugfélögin í Bandaríkjunum skortir um 8.000 flugmenn sem þyrfti að ráða til þess að halda
flugáætlun í samræmi við eftirspurn og segja flugmannasamtökin RAA (Regional Airlines Association)
að vegna flugmannaskortsins þá hafi 76% af öllum flugvöllum í Bandaríkjunum orðið fyrir skerðingu
á flugsamgöngum frá því í október árið 2019 og þar að auki hafi margir smærri flugvellir
misst allar tengingar við stærri flugvelli sem áður var flogið til.



2. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur fest kaup á tíu Boeing 777 þotum en þoturnar voru á leigu og hefur flugfélagið því keypt þær af flugvélaleigufyrirtækinu sem hafði áður reynt að fá þær til baka.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

20. janúar 2023
|
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta á

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.