flugfréttir
FAA setur saman nefnd til að rannsaka öryggismál hjá Boeing

Höfuðstöðvar Boeing í Chicago
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.
Nefndin samanstendur af 24 sérfræðingum og hefur nefndin níu mánuði til þess að skila
af sér greinargerð varðandi öryggiskúltúrinn innan veggja Boeing og hvernig öryggismálum
er háttað og þeirri eftirfylgni og verkferlum sem notaðir hafa verið.
Að því loknu mun nefndin skila af sér greinargerð með meðmælum til flugvélaframleiðandans
en sl. ár hafa komið upp ýmis atvik innan veggja Boeing sem vakið hafa upp spurningar varðandi
öryggismál er kemur að framleiðslu á flugvélum og framkvæmdir á flugprófunum.
Í nefndinni eru meðal annars hópar af verkfræðingum og hreyflasérfræðingum frá Pratt & Whitney,
GE Aerospace og Gulfstream auk fulltrúa frá nokkrum flugfélögum, verkalýðsfélögum auk
sérfræðinga frá FAA og NASA.
Þá eru einnig í nefndinni yfirmenn hjá nokkrum bandarískum flugfélögum á borð við American Airlines,
United Airlines og Southwest Airlines.
Upphaflega stóð til að FAA myndi setja saman nefndina og láta hana hefja störf árið 2021 en ekki náðist
að láta það verða að veruleika fyrr en þann 5. janúar síðastliðinn.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.