flugfréttir

Uppfærslu á ratjsárhæðarmælum skal lokið í febrúar 2024

- Um 100 atvik þar sem flugvélar urðu fyrir truflunum af 5G dreifikerfinu

9. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 20:25

FAA gerði í dag tillögu að allir ratsjárhæðarmælar verði uppfærðir til þess að koma í veg fyrir truflanir sem stafa af því að 5G dreifikerfið og hæðarmælar í flugvélum notast v

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 2024 vegna þeirra truflana sem að nýja 5G dreifikerfið getur haft.

FAA gerði í dag tillögu að allir ratsjárhæðarmælar verði uppfærðir til þess að koma í veg fyrir truflanir sem stafa af því að 5G dreifikerfið og hæðarmælar í flugvélum notast við tíðnir sem eru mjög nálægt hvor annarri og er bent á að nú þegar hafi borist yfir 100 tilkynningar frá flugmönnum sem segjast hafa orðið fyrir truflunum sem ollu því að lesning úr ratsjárhæðarmælum var ekki áreiðanleg.

FAA segir að með fölsum viðvörunarhljóðum í stjórnklefa vegna truflana gæti það orðið til þess að flugmenn fari að verða ónæmir fyrir viðvörunum og yfirsjást þegar loksins kemur viðvörunarhljóð sem er að vara við hættu sem á sér stað og ef það hljóð sé hunsað geta það boðið hættunni heim.

„Bandarísk flugmálayfirvöld eru að koma með tilmæli sem er ætlað að tryggja að bæði flugið og 5G dreifikerfið geti starfað áfram á öruggan hátt“, segir í yfirlýsingu sem FAA gaf frá sér í dag.

Fjarskiptafyrirtækin AT&T og Verizon tóku í notkun fyrstu 5G sendana í janúar árið 2022 og notar kerfið tíðni frá 3.700 til 3.980 MHz á meðan ratsjárshæðarmælar nota 4.200 til 4.000 MHz. Bæði FAA og önnur samtök innan flugsins höfðu í nokkur ár varað við mögulegri röskun þar sem tíðnirnar eru það nálægt hvor annarri.

Samt sem áður eru til nokkrar gerðir af ratsjárhæðarmælum sem eru minna næmir fyrir truflun og segir FAA að sumar flugvélar þurfa ekki á uppfærslu á mælum að halda og ná tilmælin ekki til þeirra.

FAA segir að tekið verði á móti athugasemdum í 30 daga en flugfélagasamtökin Airlines for America (A4A) hafa varað við því að staða hjá birgjum gæti gert það að verkum að erfiðlega verði fyrir einhver flugfélög að uppfæra sína mæla fyrir febrúar á næsta ári.

  fréttir af handahófi

Airbus hættir að kaupa títaníum af Rússum

1. desember 2022

|

Airbus mun hætta að kaupa títaníum af Rússum og mun síðasta sendingin af þessu hráefni berast frá Rússlandi á næstu mánuðum en eftir það mun flugvélaframleiðandinn skipta um birgja.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Vottun fyrir Boeing 737 MAX 7 og MAX 10 frestað til 2023

3. nóvember 2022

|

Boeing hefur ákveðið að slá á frest vottun fyrir Boeing 737 MAX 7 þotuna en til stóð að fá útgefna flughæfnisvottun fyrir þotuna frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) í desember.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá