flugfréttir
Sekta farþega sem hætta við flugið á síðustu stundu
- Dæmi um farþega sem vilja fara frá borði þegar búið er að loka dyrunum

Airbus A320 þota frá rússneska flugfélaginu Rossyia Airlines á Pulkovo-flugvellinum í St. Petersburg
Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.
Flugfélagið, sem er dótturfélag, Aeroflot Group, segir að undanförnu hafi reglulega komið upp atvik þar sem farþegar vilja hætta við flugið og krefjast að fara
frá borði þegar búið er að loka útgöngudyrum.
Rossiya Airlines segir í tilkynningu að svona atvik kosti flugfélagið mikla fjármuni auk
seinkanna þar sem flugvallarstarfsmenn þurfa að finna farangur viðkomandi farþega
og koma honum úr flugvélinni.
„Rossiya leggur mikið upp úr þægindum fyrir farþega en að hætta við að fara með
flugvélinni á síðustu stundu er bæði slæmt fyrir orðspor flugfélagsins og getur skapað
mikil óþægindi fyrir aðra og jafnvel hættu og er slíkt ekki viðunandi“, segir í yfirlýsingu
frá flugfélaginu.
Flugfélagið segir að farþegar hafi kost á því að hætta við að fljúga alveg að þeim
tímapunkti sem komið er um borð en þegar áhöfnin er búin að loka dyrunum er ekki
hægt að skipta um skoðun.
Rossyia Airlines segir að flugfélagið þurfi að greiða allan aukakostnað sem fer í
aukavinnu fyrir hlaðmenn, aukaafnot af landgöngubrú og þá þarf að tengja flugvélina aftur við varaaflsstöð (APU) og ýta henni aftur frá hlaði auk þess sem meira
eldsneyti fer í fyrirhöfnina.


17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

23. maí 2023
|
Textron Aviation hefur afhent fyrsta farþegaútgáfuna af nýju Cessna SkyCourier flugvélinni en fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá þá flugvél afhenta fyrir farþegaflug er leiguflugfélagið Lanai Ai

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f