flugfréttir
Airbus afhenti 40 færri flugvélar árið 2022 en til stóð að afhenda
- Afhenti 661 flugvél en upphaflega stóð til að afhenda 720 flugvélar

Frá verksmiðjum Airbus í Toulouse
Airbus náði ekki takmarki sínu á síðasta ári er kemur að afhendingum á nýjum þotum en flugvélaframleiðandinn evrópski afhenti 661 þotu árið 2022.
Við upphaf ársins 2022 stóð til að afhenda 720 flugvélar á árinu og var sú tala lækkuð
úr 800 sem spá gerði ráð fyrir árið 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á en í júlí
var talan lækkuð niður í 700 flugvélar. Miðað við seinustu afhendingarspá vantaði því næstum 40
flugvélar upp á til að afhendingaráætlun Airbus hefði staðist.
Í fyrra voru afhentar 60 þotur af gerðinni Airbus A350, þrjátíu og tvær
af gerðinni Airbus A330, 516 úr A320 fjölskyldunni og 53 af gerðinni Airbus A220.
Airbus gerði grein fyrir því í desember að sennilega myndi framleiðandinn ekki ná
takmarki sínu upp á 700 flugvélar en aðalástæðan fyrir því er vegna skorts
hjá birgjum.
Er kemur að pöntunum þá fékk Airbus pantanir í 1.078 flugvélar í fyrra en eftir að afpantanir eru teknar með í reikninginn þá lækkaði sú tala niður í 820 flugvélar.



12. desember 2022
|
Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA), segir að umræðan um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er við stjórnvölin eigi eftir að vara um ókomin ár þar sem hann efast um a

21. nóvember 2022
|
Flugmennirnir, sem voru við stjórnvölin á Airbus A320neo þotu frá LATAM, sem lenti í árekstri við slökkviliðsbíl á flugvellinum í Lima í Perú sl. föstudag, voru handteknir og færðir í fangageymslur

2. janúar 2023
|
Stjórnvöld í Íran hafa tilkynnt að búið sé að ganga frá kaupum á fjórum breiðþotum af gerðinni Airbus A340 þrátt fyrir viðskiptaþvinganir á landið af hálfu vestrænna landa en þoturnar voru áður í fl

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.