flugfréttir
Bjóða upp á frítt internet um borð fyrir alla
- Fyrst allra flugfélaga í Evrópu til að bjóða öllum upp á ókeypis net í flugi

Airbus A220 farþegaþota frá Air Baltic
Flugfélagið Air Baltic ætlar að bjóða upp á ókeypis nettengingu um borð í öllum flugvélum sínum fyrir alla farþega, óháð farþegarými.
Air Baltic verður því fyrst allra flugfélaga í Evrópu til þess að bjóða öllum upp á frítt internet
en öll evrópsk flugfélög rukka sérstakt gjald til þess að fá aðgang að wi-fi interneti um borð.
Allur Airbus A220 floti félagsins verður útbúin Starlink-netþjónustu frá SpaceX og fá allir farþegar
aðgang að því kerfi um leið og þeir ganga um borð.
Um er að ræða háhraðanettengingu en SpaceX hefur aðgang að gervitunglum sem eru í lágri
hæð á sporbaug um jörðu eða í 550 kílómetra hæð sem er 65 sinnum nær jörðu en
hefðbundin gervitungl sem býður upp á tengihraða sem samsvarar 350 megabætum á sekúndu á hverja flugvél.
„Bráðum verður Air Baltic fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að bjóða upp á háhraða gervitungla-internet með ótakmörkuðu gagnamagni og ókeypis fyrir alla farþega“, segir Martin Gauss, framkvæmdarstjóri
Air Baltic.



30. nóvember 2022
|
Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

12. desember 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways er sagt eiga í alvarlegum samningaviðræðum við Lufthansa en Lufthansa Group er eitt af þeim örfáu aðilum sem hafa sýnt yfirtökunni áhuga á nýja flugfélaginu sem tók v

23. nóvember 2022
|
Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.