flugfréttir
Bjóða upp á frítt internet um borð fyrir alla
- Fyrst allra flugfélaga í Evrópu til að bjóða öllum upp á ókeypis net í flugi

Airbus A220 farþegaþota frá Air Baltic
Flugfélagið Air Baltic ætlar að bjóða upp á ókeypis nettengingu um borð í öllum flugvélum sínum fyrir alla farþega, óháð farþegarými.
Air Baltic verður því fyrst allra flugfélaga í Evrópu til þess að bjóða öllum upp á frítt internet
en öll evrópsk flugfélög rukka sérstakt gjald til þess að fá aðgang að wi-fi interneti um borð.
Allur Airbus A220 floti félagsins verður útbúin Starlink-netþjónustu frá SpaceX og fá allir farþegar
aðgang að því kerfi um leið og þeir ganga um borð.
Um er að ræða háhraðanettengingu en SpaceX hefur aðgang að gervitunglum sem eru í lágri
hæð á sporbaug um jörðu eða í 550 kílómetra hæð sem er 65 sinnum nær jörðu en
hefðbundin gervitungl sem býður upp á tengihraða sem samsvarar 350 megabætum á sekúndu á hverja flugvél.
„Bráðum verður Air Baltic fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að bjóða upp á háhraða gervitungla-internet með ótakmörkuðu gagnamagni og ókeypis fyrir alla farþega“, segir Martin Gauss, framkvæmdarstjóri
Air Baltic.


11. apríl 2023
|
Airbus hefur náð samkomulagi við kínversk stjórnvöld sem hafa gefið leyfi fyrir opnun á annarri flugvélaverksmiðju í borginni Tianjin.

25. maí 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

3. apríl 2023
|
Breska fyrirtækið Virgin Orbit, sem er í eigu milljarðamæringsins Richard Branson, hefur sagt upp 85 prósent af starfsfólki sínu eða sem samsvrar 675 manns og mun starfsemi fyrirtæksins leggjast af

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f